Enski boltinn

Sky Sports staðfestir að Eiður Smári hafi skrifað undir hjá Spurs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Vilhelm
Sky Sports News hefur áræðanlegar heimildir fyrir því að Eiður Smári Guðjohnsen sé búinn að skrifa undir við Tottenham og muni því spila undir stjórn Harry Redknapp það sem eftir er af þessu tímabili.

Eiður Smári var við það að ganga til liðs við West Ham á þriðjudaginn en það breyttist allt þegar Tottenham kom inn í spilið. Hann valdi síðan á milli þessara tveggja félaga.

Tottenham verður þriðja enska félagið hans Eiðs Smára en hann byrjaði ferillinn í enska boltanum hjá Bolton haustið 1998. Chelsea keypti síðan Eið Smára frá Bolton árið 2000 og þar spilaði Eiður Smári í sex tímabil.

Barcelona keypti Eið Smára frá Chelsea sumarið 2006 og seldi hann síðan til franska liðsins Mónakó síðasta haust. Eiður Smári náði ekki að skora í 11 leikjum með Mónakó og var í kjölfarið lánaður til Tottenham.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×