Rihanna horfir til framtíðar 11. nóvember 2010 06:00 rihanna Þrátt fyrir ungan aldur er söngkonan að gefa út sína fimmtu plötu, Loud.nordicphotos/getty Rihanna gefur eftir helgi út sína fimmtu plötu, Loud. Söngkonan hefur engan áhuga á að endurgera hina vinsælu Good Girl Gone Bad sem kom út 2007. Þrátt fyrir ungan aldur gefur söngkonan Rihanna út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Ég trúi því varla að þetta sé fimmta platan mín,“ sagði hin 22 ára Rihanna í viðtali við BBC. „Það er ótrúlegt ef maður hugsar til þess. Ég hef aldrei verið eins spennt yfir neinu sem ég hef búið til. Þetta er ekta Rihönnu-plata og hvert einasta lag er klæðskerasniðið fyrir mig.“ Rappararnir Eminem og Drake eru á meðal gesta auk þess sem hluti af lagi Avril Lavigne, I’m With You, af fyrstu sólóplötu hennar er notaður í laginu Cheers (Drink to That). Eins og á síðustu plötum Rihönnu kemur norska upptökudúóið Stargate einnig við sögu. Rihanna sló rækilega í gegn árið 2007 með plötunni Good Girl Gone Bad sem hafði að geyma hið gríðarvinsæla Umbrella. Söngkonan er meðvituð um vinsældirnar en vill líta fram á veginn í tónlistinni. „Ég vildi ekki líta um öxl og endurgera Good Girl Gone Bad. Mig langaði að taka næsta skref í þróunarsögu Rihönnu og þessi plata er sú rétta fyrir okkur.“ Rihanna fæddist á Barbados í Karíbahafi. Eyjan var bresk nýlenda til ársins 1966, þegar hún öðlaðist sjálfstæði. Nú búa þar innan við 300 þúsund manns. Sextán ára fluttist Rihanna til Bandaríkjanna til að einbeita sér að sólóferli sínum og hún var ekki lengi að heilla menn upp úr skónum. Eftir að hafa farið í áheyrnarprufu hjá rapparanum Jay-Z, þáverandi forstjóra Def Jam Recordings, gerði fyrirtækið útgáfusamning við hana og sér varla eftir því. Hún hefur selt plötur sínar í hátt í tuttugu milljónum eintaka og þar af seldist Good Girl Gone Bad í um tíu milljónum. Eins og áður sagði var Umbrella aðalsmellurinn, þar sem Jay-Z var einmitt gestasöngvari. Rihanna lenti í erfiðleikum í einkalífinu í byrjun síðasta árs þegar þáverandi kærasti hennar, rapparinn Chris Brown, lagði hendur á hana. Hún komst yfir það og gaf út fjórðu plötu sína, Rated R, síðar sama ár. Hún seldist ekki næstum því eins vel og Good Girl Gone Bad og því má segja að töluverð pressa sé á Rihönnu að auka við fylgi sitt á nýjan leik með Loud. freyr@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Rihanna gefur eftir helgi út sína fimmtu plötu, Loud. Söngkonan hefur engan áhuga á að endurgera hina vinsælu Good Girl Gone Bad sem kom út 2007. Þrátt fyrir ungan aldur gefur söngkonan Rihanna út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. „Ég trúi því varla að þetta sé fimmta platan mín,“ sagði hin 22 ára Rihanna í viðtali við BBC. „Það er ótrúlegt ef maður hugsar til þess. Ég hef aldrei verið eins spennt yfir neinu sem ég hef búið til. Þetta er ekta Rihönnu-plata og hvert einasta lag er klæðskerasniðið fyrir mig.“ Rappararnir Eminem og Drake eru á meðal gesta auk þess sem hluti af lagi Avril Lavigne, I’m With You, af fyrstu sólóplötu hennar er notaður í laginu Cheers (Drink to That). Eins og á síðustu plötum Rihönnu kemur norska upptökudúóið Stargate einnig við sögu. Rihanna sló rækilega í gegn árið 2007 með plötunni Good Girl Gone Bad sem hafði að geyma hið gríðarvinsæla Umbrella. Söngkonan er meðvituð um vinsældirnar en vill líta fram á veginn í tónlistinni. „Ég vildi ekki líta um öxl og endurgera Good Girl Gone Bad. Mig langaði að taka næsta skref í þróunarsögu Rihönnu og þessi plata er sú rétta fyrir okkur.“ Rihanna fæddist á Barbados í Karíbahafi. Eyjan var bresk nýlenda til ársins 1966, þegar hún öðlaðist sjálfstæði. Nú búa þar innan við 300 þúsund manns. Sextán ára fluttist Rihanna til Bandaríkjanna til að einbeita sér að sólóferli sínum og hún var ekki lengi að heilla menn upp úr skónum. Eftir að hafa farið í áheyrnarprufu hjá rapparanum Jay-Z, þáverandi forstjóra Def Jam Recordings, gerði fyrirtækið útgáfusamning við hana og sér varla eftir því. Hún hefur selt plötur sínar í hátt í tuttugu milljónum eintaka og þar af seldist Good Girl Gone Bad í um tíu milljónum. Eins og áður sagði var Umbrella aðalsmellurinn, þar sem Jay-Z var einmitt gestasöngvari. Rihanna lenti í erfiðleikum í einkalífinu í byrjun síðasta árs þegar þáverandi kærasti hennar, rapparinn Chris Brown, lagði hendur á hana. Hún komst yfir það og gaf út fjórðu plötu sína, Rated R, síðar sama ár. Hún seldist ekki næstum því eins vel og Good Girl Gone Bad og því má segja að töluverð pressa sé á Rihönnu að auka við fylgi sitt á nýjan leik með Loud. freyr@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira