„Gaman að hafa hér leðurblökur“ Erla Hlynsdóttir skrifar 12. október 2010 15:21 Leðurblaka sem fannst í Færeyjum. Þær eru heldur ófrýnilegar en borða mestmegnis bara skordýr. „Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman að hafa hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi. Fregnir berast nú frá frændum okkar í Færeyjum af því að leðurblökur hafi þar gert innrás. Sagt var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær finnist þar nú bæði fleiri og stærri en oft áður. Ævari þykir miður að við getum ekki búist við því að þær flykkist hingað. „Þær sjást alltaf af og til á Íslandi. Þær koma þá með varningi eða hagstæðum vindum. Oft koma þær á sama tíma og flækingsfuglar sem hafa þá villst af leið," segir Ævar. Hann hefur síðustu áratugi haldið utan um fjölda þeirra leðurblaka sem hingað koma og segir að þær séu um þrjátíu sem hafa hér fundist síðan hann byrjaði að telja fyrir um þremur áratugum.Rysjótt veðráttan hamlar Leðurblökur hafa heldur illt orð á sér en Ævar segir þær hinar ljúfustu. „Hingað hafa aldrei komið þessar blóðsuguvampírur, eins og þær eru kallaðar. Það er bara í hitabeltislöndunum sem leðurblökur ráðast á menn og dýr í skjóli nætur og drekka úr þeim blóð," segir hann. Þær leðurblökur sem hingað hafa komið lifa á skordýrum og veiða þau á flugi. Hér er veður þó heldur óhagstætt til skordýraveiða þar sem þau er erfitt að klófesta þegar rignir eða er vindasamt. „Það er rysjótt veðráttan sem hamlar því að þær setjist hér að," segir hann.Lýsir eftir frosinni leðurblöku Ævar er starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og hefur tekið á móti þeim leðurblökum sem hér finnast. Hann segir að síðast hafi sést til leðurblöku í Vestmannaeyjum í sumar. Sú leðurblaka var handsömuð lifandi og var um tíma til sýnis í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eftir að hún drapst var leðurblakan fryst og segist Ævar hafa búist við að fá hana senda til rannsókna stuttu síðar. Hann hefur þó enn ekki fengið leðurblökuna í hendur. „Ég verð nú eiginlega að nota þetta tækifæri til að lýsa eftir henni," segir hann.Svindl að koma með skipi Ævar hefur í gegn um tíðina tekið á móti leðurblökum og sent til rannsókna erlendis. Þar hafa þær verið tegundagreindar og þannig hægt að sjá hvaðan líklegast er að þær hafi komið. Ævar segir að leðurblökurnar komi yfirleitt frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Ef ekki er fyrir hagstæða vinda koma þær gjarnan með vöruskipum. „Mér finnst það nú eiginlega hálfgert svindl," segir Ævar sposkur. Hann hvetur þá sem sjá til leðurblaka að setja sig í samband við Náttúrufræðistofnun. Svo virðist sem fleiri leðurblökur finnist hér á landi en áður. Líklegasta ástæðan fyrir því er þó aukinn fjöldi vöruskipa frekar en að þær séu beinlínis að leggja leið sína hingað. Tengdar fréttir Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
„Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman að hafa hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi. Fregnir berast nú frá frændum okkar í Færeyjum af því að leðurblökur hafi þar gert innrás. Sagt var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær finnist þar nú bæði fleiri og stærri en oft áður. Ævari þykir miður að við getum ekki búist við því að þær flykkist hingað. „Þær sjást alltaf af og til á Íslandi. Þær koma þá með varningi eða hagstæðum vindum. Oft koma þær á sama tíma og flækingsfuglar sem hafa þá villst af leið," segir Ævar. Hann hefur síðustu áratugi haldið utan um fjölda þeirra leðurblaka sem hingað koma og segir að þær séu um þrjátíu sem hafa hér fundist síðan hann byrjaði að telja fyrir um þremur áratugum.Rysjótt veðráttan hamlar Leðurblökur hafa heldur illt orð á sér en Ævar segir þær hinar ljúfustu. „Hingað hafa aldrei komið þessar blóðsuguvampírur, eins og þær eru kallaðar. Það er bara í hitabeltislöndunum sem leðurblökur ráðast á menn og dýr í skjóli nætur og drekka úr þeim blóð," segir hann. Þær leðurblökur sem hingað hafa komið lifa á skordýrum og veiða þau á flugi. Hér er veður þó heldur óhagstætt til skordýraveiða þar sem þau er erfitt að klófesta þegar rignir eða er vindasamt. „Það er rysjótt veðráttan sem hamlar því að þær setjist hér að," segir hann.Lýsir eftir frosinni leðurblöku Ævar er starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og hefur tekið á móti þeim leðurblökum sem hér finnast. Hann segir að síðast hafi sést til leðurblöku í Vestmannaeyjum í sumar. Sú leðurblaka var handsömuð lifandi og var um tíma til sýnis í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eftir að hún drapst var leðurblakan fryst og segist Ævar hafa búist við að fá hana senda til rannsókna stuttu síðar. Hann hefur þó enn ekki fengið leðurblökuna í hendur. „Ég verð nú eiginlega að nota þetta tækifæri til að lýsa eftir henni," segir hann.Svindl að koma með skipi Ævar hefur í gegn um tíðina tekið á móti leðurblökum og sent til rannsókna erlendis. Þar hafa þær verið tegundagreindar og þannig hægt að sjá hvaðan líklegast er að þær hafi komið. Ævar segir að leðurblökurnar komi yfirleitt frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Ef ekki er fyrir hagstæða vinda koma þær gjarnan með vöruskipum. „Mér finnst það nú eiginlega hálfgert svindl," segir Ævar sposkur. Hann hvetur þá sem sjá til leðurblaka að setja sig í samband við Náttúrufræðistofnun. Svo virðist sem fleiri leðurblökur finnist hér á landi en áður. Líklegasta ástæðan fyrir því er þó aukinn fjöldi vöruskipa frekar en að þær séu beinlínis að leggja leið sína hingað.
Tengdar fréttir Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16