Lífið

Eltihrellir gerir Lohan lífið leitt

Lindsay Lohan á ekki sjö dagana sæla í meðferðinni.
Lindsay Lohan á ekki sjö dagana sæla í meðferðinni.

Lindsay Lohan hefur glímt við ýmis konar vandamál á árinu, flest tengd ofneyslu á eiturlyfjum og afleiðingum sem henni tengjast. Hún glímir nú við nýtt vandamál, sem hún getur ekki leyst með breyttu hugarfari og 90 daga meðferð; það er nefnilega eltihrellir sem gerir henni lífið leitt.

Samkvæmt fréttavefnum TMZ hefur ónefndur maður áreitt Lohan í gegnum síma, bæði með símtölum og smáskilaboðum. Hann á að hafa talað niður til Lohan, fjölskyldu hennar og baráttuna við eiturlyfjadjöfulinn.

Lindsay Lohan er þessa dagana stödd á Betty Ford-meðferðarstofnuninni og hefur fengið stjórnendur stofnunarinnar til að leggja sér lið í baráttunni við eltihrellinn. Öryggisgæsla í kringum Lohan hefur verið hert og hún hefur verið færð í einkarými.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.