Innlent

Kvenfélagskonur ganga til góðs

SB skrifar
Vigdís Finnbogadóttir er eflaust stolt af kvenfélagskonunum í Vestur Húnavatnssýslu.
Vigdís Finnbogadóttir er eflaust stolt af kvenfélagskonunum í Vestur Húnavatnssýslu.

Kvenfélagskonur í Vestur Húnavatnssýslu ganga í dag um 40 kílómetra leið í þeim tilgangi að safna féi til að koma rafmagni á Réttarhúss við Miðfjarðarrétt. Þrettán konur og eitt barn lögðu af stað klukkan átta í morgun.

"Það er kraftur í konunum hérna," segir Ásta Gunnars, móðir eins af göngugörpunum en dóttir hennar Guðrún Lára Magnúsdóttir er einn af forsprökkum þessarar miklu göngu."

Ásta segir mikinn kostnað fylgja því að reka réttarhúsið en húsið er í eigu kvenfélagsins. Því hafi konurnar ákveðið að taka málin í sínar hendur og nýta kvennréttindadaginn til að ganga til góðs.

"Það fylgir þeim bíll og þær fá vatn og vistir á tveggja tíma fresti. Svo endar þetta með heljarinnar grillveislu. Þær reikna með að vera komnar klukkan átta í kvöld."

Spurð hvort hún hafi sjálf hugsað sér að bregða undir sig sjömílnaskónum segir Ásta. "Nei, veistu það, ég byrjaði með þeim í morgun en ég þjáist af gigt og er slæm í bakinu. En ég er sko með þeim í huganum."

Vísir heyrði í Guðrúnu Láru, dóttur Ástu, sem var á gangi ásamt dóttur sinni. Guðrún vildi koma því á framfæri að ef fólk vildi heita á göngukonurnar mætti fólk hringja eða senda skilaboð í síma hennar: 891 8264.

---

Þess má geta að fyrir skemmstu hafði Ásta Gunnars samband við Vísi og vildi koma því á framfæri að kvenfélagskonurnar væru komnar á leiðarenda. Talsvert á undan áætlun og gangan hefði gengið vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×