Fótbolti

Maradona bitinn af einum hunda sinna - þurfti að sauma tíu spor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Mynd/AFP
Læknir gömlu knattspyrnuhetjunnar Diego Maradona segir að hann hafi þurft að lappa upp á andlit landsliðsþjálfara Argentínumanna eftir að hann var bitinn illa af einum hunda sinna.

Hundur Maradona, sem heitir Shar Pei, beit Maradona í efri vörina á þriðjudaginn og þurfti þessi einkalæknir Maradona, Dr. Alfredo Cahe, að sér að sauma tíu spor í vörina til þess að loka sárinu.

„Hann sagði mér að hann væri vanur að fara svona nærri hundinum þegar hann biði hann góða nótt," sagði Dr. Alfredo Cahe um aðstæðurnar þegar hundurinn beit Maradona.

„Diego sagði að hundurinn hefði hreyft sig skyndilega og að þetta væri í fyrsta sinn sem tíkin hegðaði sér í líkingu við þetta þau þrjú ár sem hann hefur átt hana," sagði Cahe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×