Enski boltinn

Mancini: Mikilvægara að mæta í seinni leikinn en að vinna þennan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Mancini, stjóri Manchester City.
Robert Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AFP
Robert Mancini, stjóri Manchester City, gerði sér vel grein fyrir því að það er bara hálfleikur eftir 2-1 sigur Manchester City á Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins.

„Það er mikilvægara að mæta í seinni leikinn en að vinna þennan leik 2-1," sagði Mancini eftir leikinn..

„Við spiluðum mjög vel eftir fyrstu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Við viljum komast á Wembley og þess vegna voru menn svolítið stressaðir í upphafi leiks," sagði Mancini.

„Við vörðum vel í þessum leik og Shay Given var frábær," sagði Mancini.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×