Lífið

Frægir í partí á Skuggabar

DJ Margeir er á meðal þeirra sem koma fram í partíi á Skuggabar Hótel Borgar annað kvöld. Partíið er aðeins fyrir boðsgesti.
DJ Margeir er á meðal þeirra sem koma fram í partíi á Skuggabar Hótel Borgar annað kvöld. Partíið er aðeins fyrir boðsgesti.
Heilsudrykkurinn Vitamin Water verður fáanlegur á landinu á næstunni. Drykkurinn verður kynntur til leiks annað kvöld í partíi á gamla Skuggabarnum á Hótel Borg, sem verður opnaður á ný sérstaklega fyrir þetta kvöld.

Leynd hvílir yfir partíinu og Vífilfellsmenn, sem dreifa Vitamin Water hér á landi, fást ekki til að tjá sig um það. Þá hefur það ekkert verið auglýst og þær litlu upplýsingar sem fást um partíið eru í boðskorti sem ýmsir nafntogaðir einstaklingar hafa fengið sent. Fréttablaðið hefur komist yfir eitt slíkt, en þar kemur fram að tónlistin verði í höndum DJ Margeirs og Jóns Atla, sem kallar sig Sexy Lazer. Þá koma fram Captain Fufano og Gnúsi Yones. Ásamt því að bjóða upp á skemmtiatriði verður opinn bar allt kvöldið.

Gestalistinn telur 400 manns eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Á honum er að finna þekkt fólk úr flestum menningarkimum landsins. Enginn kemst inn án miða og þeir eru ekki fleiri en 400 – þetta ku vera afar strangt.

Vitamin Water á sér stutta en nokkuð merkilega sögu. Rapparinn 50 Cent eignaðist hlut í framleiðandanum Glacéau árið 2007 þegar fyrirtækið nefndi Vitamin Water bragðtegund eftir rapparanum. Coca Cola Company tók yfir fyrirtækið skömmu síðar og 50 Cent þénaði 100 milljón dali á sölunni – 11,5 milljarða íslenskra króna á núvirði. Hann hefur síðar látið hafa eftir sér að hann hafi þénað þessa 100 milljón dali með því að mæta í eina myndatöku fyrir Vitamin Water.- afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.