Innlent

Priyanka orðin ein af fjölskyldunni

Priyanka og krakkarnir Það er nóg að gera á stóru heimili hjá Þórólfi og Önnu Láru enda eru krakkarnir allt að sex talsins þegar mest er.Fréttablaðið/valli
Priyanka og krakkarnir Það er nóg að gera á stóru heimili hjá Þórólfi og Önnu Láru enda eru krakkarnir allt að sex talsins þegar mest er.Fréttablaðið/valli
Konan mín á tvö börn úr fyrra sambandi með Nepala. Sjálfur á ég tvö börn af fyrra sambandi og svo eru börn bróður konunnar að miklu leyti hjá okkur líka, þannig að allt í allt eru þetta fimm til sex börn sem eru á heimilinu hverju sinni,“ segir Þórólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri hjá Sagasystem.

Priyanka hefur verið au-pair hjá Þórólfi og konu hans, Önnu Láru Steingrímsdóttur lyfjafræðingi, undanfarið ár. „Við vinnum mjög mikið og vorum að leita okkur að au-pair. Barnsfaðir konu minnar hafði heyrt af Priyönku svo við ákváðum að slá til og fengum hana til landsins. Við vildum að krakkarnir fengju aðeins að kynnast nepalskri menningu og að þau myndu kannski læra eitt og eitt orð í nepölsku. En svo þegar Priyanka kom þá líkaði okkur öllum svo vel við hana og henni við okkur að í dag er hún í raun orðin ein af fjölskyldunni,“ segir Þórólfur.

„Það er grafalvarleg ákvörðun að leggja fram það loforð að taka utanaðkomandi einstakling að sér til komandi ára. Styðja og styrkja á meðan viðkomandi kemur sér fyrir í nýju lífi. En það gerum við með glöðu geði fyrir hana Priyönku.“

Tengdar fréttir

Vill ekki verða þræll í Nepal

Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun bara þrældómur,“ segir Priyanka Thapa, 22 ára gamall Nepalbúi sem búið hefur á Íslandi síðastliðið ár.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×