Innlent

Fundu 60 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í austurborginni í gær.

Við húsleit fundust tæplega 60 kannabisplöntur, flestar plönturnar voru komnar á lokastig ræktunar og því tilbúnar til sölu og dreifingar.

Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn á vettvangi og hefur hann viðurkennt aðild að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×