Meirihluti vill kjósa um framtíð kvótakerfisins 20. mars 2010 06:00 Auðlind Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað á að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu, að mati Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Fréttablaðið/Jón Sigurður Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vill að þjóðin fái að greiða atkvæði um framtíðarskipulag íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Alls sögðust 60,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta umdeilda mál, en 39,7 prósent vildu ekki atkvæðagreiðslu. Mikill munur var á afstöðu þátttakenda eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Um 72 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna eða Vinstri græna voru fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins en 28 prósent voru því andvíg. Lítill munur var á afstöðu stuðningsmanna flokkanna tveggja. Þá sögðust 46 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál, en 54 prósent vildu ekki að málið færi fyrir þjóðaratkvæði. Óverulegur munur var á afstöðu stuðningsmanna flokkanna tveggja. Um 40 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni vildu ekki gefa upp stuðning við ákveðinn stjórnmálaflokk, eða voru óviss hvaða flokk þau myndu styðja. Af þessum hópi sögðust ríflega 62 prósent fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu, en 38 prósent voru andvíg. „Þetta sýnir að vilji þjóðarinnar er að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin vill fá að ráða hver verða örlög þessa kerfis,“ segir Þórður Már Jónsson, formaður Þjóðareignar, samtaka um auðlindir í almannaþágu. Samtökin hafa barist fyrir því að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef menn ætla í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu er nauðsynlegt að skilgreina nákvæmlega hvað á að kjósa um,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Málið sé afar flókið og erfitt að setja upp skýra kosti til að kjósa á milli. „Almennt tel ég að það væri mjög gott ef við gætum innleitt þjóðaratkvæðagreiðslur í meira mæli, og þá er í sjálfu sér ekkert undanskilið. Svo hefur það bara sínar afleiðingar sem ákveðið er, hvort sem er af þingi eða þjóð,“ segir Friðrik. Óverulegur munur var á svörum þátttakenda í könnuninni eftir kynjum. Tæplega 59 prósent karla en 62 prósent kvenna vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 18. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipulag fiskveiðistjórnunarkerfisins? Alls tóku 86,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Þórður Már Jónsson Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vill að þjóðin fái að greiða atkvæði um framtíðarskipulag íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Alls sögðust 60,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta umdeilda mál, en 39,7 prósent vildu ekki atkvæðagreiðslu. Mikill munur var á afstöðu þátttakenda eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Um 72 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna eða Vinstri græna voru fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins en 28 prósent voru því andvíg. Lítill munur var á afstöðu stuðningsmanna flokkanna tveggja. Þá sögðust 46 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál, en 54 prósent vildu ekki að málið færi fyrir þjóðaratkvæði. Óverulegur munur var á afstöðu stuðningsmanna flokkanna tveggja. Um 40 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni vildu ekki gefa upp stuðning við ákveðinn stjórnmálaflokk, eða voru óviss hvaða flokk þau myndu styðja. Af þessum hópi sögðust ríflega 62 prósent fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu, en 38 prósent voru andvíg. „Þetta sýnir að vilji þjóðarinnar er að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin vill fá að ráða hver verða örlög þessa kerfis,“ segir Þórður Már Jónsson, formaður Þjóðareignar, samtaka um auðlindir í almannaþágu. Samtökin hafa barist fyrir því að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef menn ætla í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu er nauðsynlegt að skilgreina nákvæmlega hvað á að kjósa um,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Málið sé afar flókið og erfitt að setja upp skýra kosti til að kjósa á milli. „Almennt tel ég að það væri mjög gott ef við gætum innleitt þjóðaratkvæðagreiðslur í meira mæli, og þá er í sjálfu sér ekkert undanskilið. Svo hefur það bara sínar afleiðingar sem ákveðið er, hvort sem er af þingi eða þjóð,“ segir Friðrik. Óverulegur munur var á svörum þátttakenda í könnuninni eftir kynjum. Tæplega 59 prósent karla en 62 prósent kvenna vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 18. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipulag fiskveiðistjórnunarkerfisins? Alls tóku 86,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Þórður Már Jónsson
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira