Meirihluti vill kjósa um framtíð kvótakerfisins 20. mars 2010 06:00 Auðlind Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað á að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu, að mati Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Fréttablaðið/Jón Sigurður Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vill að þjóðin fái að greiða atkvæði um framtíðarskipulag íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Alls sögðust 60,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta umdeilda mál, en 39,7 prósent vildu ekki atkvæðagreiðslu. Mikill munur var á afstöðu þátttakenda eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Um 72 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna eða Vinstri græna voru fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins en 28 prósent voru því andvíg. Lítill munur var á afstöðu stuðningsmanna flokkanna tveggja. Þá sögðust 46 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál, en 54 prósent vildu ekki að málið færi fyrir þjóðaratkvæði. Óverulegur munur var á afstöðu stuðningsmanna flokkanna tveggja. Um 40 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni vildu ekki gefa upp stuðning við ákveðinn stjórnmálaflokk, eða voru óviss hvaða flokk þau myndu styðja. Af þessum hópi sögðust ríflega 62 prósent fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu, en 38 prósent voru andvíg. „Þetta sýnir að vilji þjóðarinnar er að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin vill fá að ráða hver verða örlög þessa kerfis,“ segir Þórður Már Jónsson, formaður Þjóðareignar, samtaka um auðlindir í almannaþágu. Samtökin hafa barist fyrir því að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef menn ætla í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu er nauðsynlegt að skilgreina nákvæmlega hvað á að kjósa um,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Málið sé afar flókið og erfitt að setja upp skýra kosti til að kjósa á milli. „Almennt tel ég að það væri mjög gott ef við gætum innleitt þjóðaratkvæðagreiðslur í meira mæli, og þá er í sjálfu sér ekkert undanskilið. Svo hefur það bara sínar afleiðingar sem ákveðið er, hvort sem er af þingi eða þjóð,“ segir Friðrik. Óverulegur munur var á svörum þátttakenda í könnuninni eftir kynjum. Tæplega 59 prósent karla en 62 prósent kvenna vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 18. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipulag fiskveiðistjórnunarkerfisins? Alls tóku 86,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Þórður Már Jónsson Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun Fréttablaðsins vill að þjóðin fái að greiða atkvæði um framtíðarskipulag íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Alls sögðust 60,3 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta umdeilda mál, en 39,7 prósent vildu ekki atkvæðagreiðslu. Mikill munur var á afstöðu þátttakenda eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Um 72 prósent þeirra sem sögðust styðja Samfylkinguna eða Vinstri græna voru fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins en 28 prósent voru því andvíg. Lítill munur var á afstöðu stuðningsmanna flokkanna tveggja. Þá sögðust 46 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta mál, en 54 prósent vildu ekki að málið færi fyrir þjóðaratkvæði. Óverulegur munur var á afstöðu stuðningsmanna flokkanna tveggja. Um 40 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni vildu ekki gefa upp stuðning við ákveðinn stjórnmálaflokk, eða voru óviss hvaða flokk þau myndu styðja. Af þessum hópi sögðust ríflega 62 prósent fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu, en 38 prósent voru andvíg. „Þetta sýnir að vilji þjóðarinnar er að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin vill fá að ráða hver verða örlög þessa kerfis,“ segir Þórður Már Jónsson, formaður Þjóðareignar, samtaka um auðlindir í almannaþágu. Samtökin hafa barist fyrir því að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef menn ætla í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu er nauðsynlegt að skilgreina nákvæmlega hvað á að kjósa um,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Málið sé afar flókið og erfitt að setja upp skýra kosti til að kjósa á milli. „Almennt tel ég að það væri mjög gott ef við gætum innleitt þjóðaratkvæðagreiðslur í meira mæli, og þá er í sjálfu sér ekkert undanskilið. Svo hefur það bara sínar afleiðingar sem ákveðið er, hvort sem er af þingi eða þjóð,“ segir Friðrik. Óverulegur munur var á svörum þátttakenda í könnuninni eftir kynjum. Tæplega 59 prósent karla en 62 prósent kvenna vildu þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 18. mars. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Vilt þú að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíðarskipulag fiskveiðistjórnunarkerfisins? Alls tóku 86,9 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Þórður Már Jónsson
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira