Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum 6. september 2010 09:00 Katrín Ólafsdóttir fékk ekki styrk til að fylgja eftir stuttmynd sinni á kvikmyndahátíðina í Feneyjum. fréttablaðið/anton „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. „Ég er búin að fara á milli stofnana alla vikuna. Ég veit að landið er ekkert sérstaklega vel stætt en það væri gott að geta fylgt menningarverkefnum eftir út fyrir landssteinana,“ segir Katrín, sem kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Við reyndum líka að fá styrk til að gera sýningareintök til að koma myndinni til Feneyja en það var ekki nokkur leið. Það var enginn sem vildi eða gat. Kvikmyndagerðin á Íslandi er svolítið íhaldssöm. Það væri gaman að færa hana út fyrir landamærin þar sem fólk gæti spurt sig: „Hvað er bíó?“. Sérstaklega í dag þar sem öll kvikmyndahúsin sýna tiltölulega venjulegar amerískar bíómyndir.“ Þess má geta að fólk getur styrkt verkefnið með því að leggja inn frjálst framlag á reikning 11175-05-763142, kennitala 620210-1100, merkt Feneyjar. Katrín hefur á ferli sínum leikstýrt stuttmyndunum Slurpinn & Co og Opaque. Hún hefur einnig unnið myndbandsverk með listakonunni Steinunni Gunnlaugsdóttur. Líf og dauði Henry Darger var tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum í leikstjórn Frakkans Bertrand Mandico. Hún fjallar um mann sem gengur eftir frostlagðri auðn og veltir fyrir sér hversu langt hann eigi eftir ólifað. Hann fer á fund við bláa konu sem segir honum að hann eigi tvo tíma eftir ólifaða. Katrín kynntist leikstjóranum Mandico á þróunar- og kynningarráðstefnunni Torino Film Lab, þar sem spennandi kvikmyndaverkefni eru kynnt. „Við gerðum myndina fyrir enga peninga. Það gaf okkur frelsi til að gera myndina nákvæmlega eins og við vildum hafa hana,“ segir hún um Líf og Dauða Henry Darger. Harpa Arnardóttir og Karl Guðmundsson leika aðalhlutverkin og Tómas Lemarquis er sögumaður. „Við höfum sett okkur það verkefni að gera eina stuttmynd á ári á Íslandi næstu tuttugu árin. Við viljum taka upp á Reykjanesi svo framarlega sem álbrjálæðingarnir verða ekki búnir að leggja svæðið undir sig,“ segir Katrín. „Það verður mjög áhugavert að sjá breytingarnar á svæðinu af manna og stóriðjuvöldum.” Hver mynd mun standa sem sjálfstætt verk en eftir að tökum á þeim öllum verður lokið verða þær klipptar saman og gerð úr þeim ein mynd í fullri lengd. Líf og dauði Henry Darger verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september, og þar verður leikstjórinn Mandico á meðal gesta. freyr@frettabladid.is Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
„Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. „Ég er búin að fara á milli stofnana alla vikuna. Ég veit að landið er ekkert sérstaklega vel stætt en það væri gott að geta fylgt menningarverkefnum eftir út fyrir landssteinana,“ segir Katrín, sem kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Við reyndum líka að fá styrk til að gera sýningareintök til að koma myndinni til Feneyja en það var ekki nokkur leið. Það var enginn sem vildi eða gat. Kvikmyndagerðin á Íslandi er svolítið íhaldssöm. Það væri gaman að færa hana út fyrir landamærin þar sem fólk gæti spurt sig: „Hvað er bíó?“. Sérstaklega í dag þar sem öll kvikmyndahúsin sýna tiltölulega venjulegar amerískar bíómyndir.“ Þess má geta að fólk getur styrkt verkefnið með því að leggja inn frjálst framlag á reikning 11175-05-763142, kennitala 620210-1100, merkt Feneyjar. Katrín hefur á ferli sínum leikstýrt stuttmyndunum Slurpinn & Co og Opaque. Hún hefur einnig unnið myndbandsverk með listakonunni Steinunni Gunnlaugsdóttur. Líf og dauði Henry Darger var tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum í leikstjórn Frakkans Bertrand Mandico. Hún fjallar um mann sem gengur eftir frostlagðri auðn og veltir fyrir sér hversu langt hann eigi eftir ólifað. Hann fer á fund við bláa konu sem segir honum að hann eigi tvo tíma eftir ólifaða. Katrín kynntist leikstjóranum Mandico á þróunar- og kynningarráðstefnunni Torino Film Lab, þar sem spennandi kvikmyndaverkefni eru kynnt. „Við gerðum myndina fyrir enga peninga. Það gaf okkur frelsi til að gera myndina nákvæmlega eins og við vildum hafa hana,“ segir hún um Líf og Dauða Henry Darger. Harpa Arnardóttir og Karl Guðmundsson leika aðalhlutverkin og Tómas Lemarquis er sögumaður. „Við höfum sett okkur það verkefni að gera eina stuttmynd á ári á Íslandi næstu tuttugu árin. Við viljum taka upp á Reykjanesi svo framarlega sem álbrjálæðingarnir verða ekki búnir að leggja svæðið undir sig,“ segir Katrín. „Það verður mjög áhugavert að sjá breytingarnar á svæðinu af manna og stóriðjuvöldum.” Hver mynd mun standa sem sjálfstætt verk en eftir að tökum á þeim öllum verður lokið verða þær klipptar saman og gerð úr þeim ein mynd í fullri lengd. Líf og dauði Henry Darger verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september, og þar verður leikstjórinn Mandico á meðal gesta. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira