Fyrsta íslenska stuttmyndin sem keppir í Feneyjum 6. september 2010 09:00 Katrín Ólafsdóttir fékk ekki styrk til að fylgja eftir stuttmynd sinni á kvikmyndahátíðina í Feneyjum. fréttablaðið/anton „Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. „Ég er búin að fara á milli stofnana alla vikuna. Ég veit að landið er ekkert sérstaklega vel stætt en það væri gott að geta fylgt menningarverkefnum eftir út fyrir landssteinana,“ segir Katrín, sem kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Við reyndum líka að fá styrk til að gera sýningareintök til að koma myndinni til Feneyja en það var ekki nokkur leið. Það var enginn sem vildi eða gat. Kvikmyndagerðin á Íslandi er svolítið íhaldssöm. Það væri gaman að færa hana út fyrir landamærin þar sem fólk gæti spurt sig: „Hvað er bíó?“. Sérstaklega í dag þar sem öll kvikmyndahúsin sýna tiltölulega venjulegar amerískar bíómyndir.“ Þess má geta að fólk getur styrkt verkefnið með því að leggja inn frjálst framlag á reikning 11175-05-763142, kennitala 620210-1100, merkt Feneyjar. Katrín hefur á ferli sínum leikstýrt stuttmyndunum Slurpinn & Co og Opaque. Hún hefur einnig unnið myndbandsverk með listakonunni Steinunni Gunnlaugsdóttur. Líf og dauði Henry Darger var tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum í leikstjórn Frakkans Bertrand Mandico. Hún fjallar um mann sem gengur eftir frostlagðri auðn og veltir fyrir sér hversu langt hann eigi eftir ólifað. Hann fer á fund við bláa konu sem segir honum að hann eigi tvo tíma eftir ólifaða. Katrín kynntist leikstjóranum Mandico á þróunar- og kynningarráðstefnunni Torino Film Lab, þar sem spennandi kvikmyndaverkefni eru kynnt. „Við gerðum myndina fyrir enga peninga. Það gaf okkur frelsi til að gera myndina nákvæmlega eins og við vildum hafa hana,“ segir hún um Líf og Dauða Henry Darger. Harpa Arnardóttir og Karl Guðmundsson leika aðalhlutverkin og Tómas Lemarquis er sögumaður. „Við höfum sett okkur það verkefni að gera eina stuttmynd á ári á Íslandi næstu tuttugu árin. Við viljum taka upp á Reykjanesi svo framarlega sem álbrjálæðingarnir verða ekki búnir að leggja svæðið undir sig,“ segir Katrín. „Það verður mjög áhugavert að sjá breytingarnar á svæðinu af manna og stóriðjuvöldum.” Hver mynd mun standa sem sjálfstætt verk en eftir að tökum á þeim öllum verður lokið verða þær klipptar saman og gerð úr þeim ein mynd í fullri lengd. Líf og dauði Henry Darger verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september, og þar verður leikstjórinn Mandico á meðal gesta. freyr@frettabladid.is Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
„Það er rosalega leiðinlegt að komast ekki út,“ segir Katrín Ólafsdóttir. Hún framleiðir stuttmyndina Líf og dauði Henry Darger sem er fyrsta íslenska stuttmyndin sem hefur verið valin á hina virtu kvikmyndahátíð á Feneyjum. Þar verður hún sýnd dagana 8. og 9. september en Katrín verður fjarri góðu gamni því henni tókst ekki fá styrk til að kynna myndina. „Ég er búin að fara á milli stofnana alla vikuna. Ég veit að landið er ekkert sérstaklega vel stætt en það væri gott að geta fylgt menningarverkefnum eftir út fyrir landssteinana,“ segir Katrín, sem kom alls staðar að lokuðum dyrum. „Við reyndum líka að fá styrk til að gera sýningareintök til að koma myndinni til Feneyja en það var ekki nokkur leið. Það var enginn sem vildi eða gat. Kvikmyndagerðin á Íslandi er svolítið íhaldssöm. Það væri gaman að færa hana út fyrir landamærin þar sem fólk gæti spurt sig: „Hvað er bíó?“. Sérstaklega í dag þar sem öll kvikmyndahúsin sýna tiltölulega venjulegar amerískar bíómyndir.“ Þess má geta að fólk getur styrkt verkefnið með því að leggja inn frjálst framlag á reikning 11175-05-763142, kennitala 620210-1100, merkt Feneyjar. Katrín hefur á ferli sínum leikstýrt stuttmyndunum Slurpinn & Co og Opaque. Hún hefur einnig unnið myndbandsverk með listakonunni Steinunni Gunnlaugsdóttur. Líf og dauði Henry Darger var tekin upp hér á landi fyrir tveimur árum í leikstjórn Frakkans Bertrand Mandico. Hún fjallar um mann sem gengur eftir frostlagðri auðn og veltir fyrir sér hversu langt hann eigi eftir ólifað. Hann fer á fund við bláa konu sem segir honum að hann eigi tvo tíma eftir ólifaða. Katrín kynntist leikstjóranum Mandico á þróunar- og kynningarráðstefnunni Torino Film Lab, þar sem spennandi kvikmyndaverkefni eru kynnt. „Við gerðum myndina fyrir enga peninga. Það gaf okkur frelsi til að gera myndina nákvæmlega eins og við vildum hafa hana,“ segir hún um Líf og Dauða Henry Darger. Harpa Arnardóttir og Karl Guðmundsson leika aðalhlutverkin og Tómas Lemarquis er sögumaður. „Við höfum sett okkur það verkefni að gera eina stuttmynd á ári á Íslandi næstu tuttugu árin. Við viljum taka upp á Reykjanesi svo framarlega sem álbrjálæðingarnir verða ekki búnir að leggja svæðið undir sig,“ segir Katrín. „Það verður mjög áhugavert að sjá breytingarnar á svæðinu af manna og stóriðjuvöldum.” Hver mynd mun standa sem sjálfstætt verk en eftir að tökum á þeim öllum verður lokið verða þær klipptar saman og gerð úr þeim ein mynd í fullri lengd. Líf og dauði Henry Darger verður sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 23. september, og þar verður leikstjórinn Mandico á meðal gesta. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira