Enski boltinn

Er Hiddink búinn að ræða við Liverpool?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er hart barist um þjónustu hollenska þjálfarans Guus Hiddink þessa dagana enda þjálfari með frábæran feril.

Hann hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool og umboðsmaður Hiddinks hefur látið í það skína að Hiddink hafi rætt við forráðamenn félagsins.

„Það hafa nánast allir möguleikar Hiddinks komið fram í fjölmiðlum. Ég er þá að tala um Man. City, Liverpool, Juventus og fleiri," sagði umbinn sem hefur hingað til ekki viljað staðfesta hvaða félög hafa haft samband.

Hann segir að þrátt fyrir þennan áhuga ætli Hiddink fyrst að ræða við rússneska knattspyrnusambandið.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×