Enski boltinn

Tímabilið hjá Jones líklega búið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Táningurinn Phil Jones spilar líklega ekki meira með Blackburn á leiktíðinni eftir að hafa meiðst illa á hné í leiknum gegn West Ham í dag.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Jones meiddist eftir að hafa komið inn á sem varamaður aðeins tíu mínútum áður. Hann féll illa til jarðar eftir baráttu við Carlton Cole.

Steve Kean, stjóri Blackburn, segir líklegt að Jones verði frá í 4-5 mánuði og því óvíst hvort hann nái að spila aftur á tímabilinu.

Þá meiddust þeir Jason Roberts og Christopher Samba í leiknum í dag en ekki jafn alvarlega og Jones.

Jones lék sinn fyrsta deildarleik í mars á þessu ári og hefur verið verið í byrjunarliði Blackburn í sautján leikjum í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×