Leikarinn Josh Hartnett sást um helgina á skemmtistað í New York ásamt leikkonunni Abbie Cornish, fyrrverandi kærustu hjartaknúsarans Ryans Phillippe. Cornish er stödd í New York við tökur á kvikmyndinni The Dark Fields, en Harnett er búsettur í borginni.
Parið sat við borð inni á skemmtistaðnum í nokkra klukkutíma og ræddist við, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem sést til þeirra saman.
Harnett hefur áður verið orðaður við leikkonur á borð við Siennu Miller, Mary-Kate Olsen, Mischu Barton, og dóttur Demi Moore, Rumer Willis.