Gerir mynd með John Hurt 29. september 2010 08:00 Á ferð og flugi Karl Óskarsson er nýkominn heim frá London þar sem hann tók upp auglýsingu fyrir Ólympíu-leika fatlaðra sem fram fara í London 2012. Og svo er hann að fara að taka upp stuttmynd með John Hurt. fréttablaðið/valli „Þetta er stuttmynd, tekin upp í Cornwall og það er reiknað með sjö dögum í tökum. Ég hef ekki sinnt stuttmyndaforminu nægjanlega vel en það er góður leikari í aðalhlutverkinu og það skiptir miklu máli,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann er á leiðinni til Bretlands eftir tvo daga til að gera stuttmynd með enska stórleikaranum John Hurt. Hurt hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlaut Bafta-verðlaunin fyrir leik sinn í Fílamanninum, kvikmynd sem líður flestum seint úr minni. Þar að auki hefur Hurt leikið í stórmyndum á borð við Alien og Midnight Express frá 1978. Karl kemur reyndar við sögu í kvikmynd sem sýnd er á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hún er tékknesk og heitir Þrjár árstíðir í helvíti (3 sezony v pekle) en Karl fékk kvikmyndaverðlaun Tékklands fyrir kvikmyndatöku. „Ég hafði vitað af leikstjóranum, Tomás Masín, í dágóðan tíma. Svo hringdi framleiðandi myndarinnar og bauð mér verkið. Ég hringdi í umboðsmanninn minn og hann sagði mér að handritið hefði legið inni á borði hjá þremur breskum tökumönnum sem vildu ekki fá það af því að myndin væri á tékknesku. En ég sló bara til,“ segir Karl. Tékkland er gamalt stórveldi í Evrópu og myndin fjallar um niðurbrot þess, fyrst undir stjórn nasista og svo kommúnista eftir lok seinna stríðs. Karl segist hafa upplifað sérkennilega tilfinningu á meðan á tökum myndarinnar stóð því þær fóru fram á sama tíma og bankakerfið á Íslandi hrundi eins og spilaborg. „Þetta var mjög svipað, að sjá heilt samfélag hrynja smám saman og molna.“- fgg Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Sjá meira
„Þetta er stuttmynd, tekin upp í Cornwall og það er reiknað með sjö dögum í tökum. Ég hef ekki sinnt stuttmyndaforminu nægjanlega vel en það er góður leikari í aðalhlutverkinu og það skiptir miklu máli,“ segir kvikmyndatökumaðurinn Karl Óskarsson. Hann er á leiðinni til Bretlands eftir tvo daga til að gera stuttmynd með enska stórleikaranum John Hurt. Hurt hefur tvívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlaut Bafta-verðlaunin fyrir leik sinn í Fílamanninum, kvikmynd sem líður flestum seint úr minni. Þar að auki hefur Hurt leikið í stórmyndum á borð við Alien og Midnight Express frá 1978. Karl kemur reyndar við sögu í kvikmynd sem sýnd er á RIFF, Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Hún er tékknesk og heitir Þrjár árstíðir í helvíti (3 sezony v pekle) en Karl fékk kvikmyndaverðlaun Tékklands fyrir kvikmyndatöku. „Ég hafði vitað af leikstjóranum, Tomás Masín, í dágóðan tíma. Svo hringdi framleiðandi myndarinnar og bauð mér verkið. Ég hringdi í umboðsmanninn minn og hann sagði mér að handritið hefði legið inni á borði hjá þremur breskum tökumönnum sem vildu ekki fá það af því að myndin væri á tékknesku. En ég sló bara til,“ segir Karl. Tékkland er gamalt stórveldi í Evrópu og myndin fjallar um niðurbrot þess, fyrst undir stjórn nasista og svo kommúnista eftir lok seinna stríðs. Karl segist hafa upplifað sérkennilega tilfinningu á meðan á tökum myndarinnar stóð því þær fóru fram á sama tíma og bankakerfið á Íslandi hrundi eins og spilaborg. „Þetta var mjög svipað, að sjá heilt samfélag hrynja smám saman og molna.“- fgg
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Sjá meira