Lífið

Hraðstefnumót í Verzló

Egill Ásbjarnarson skrifar
Verzlingar voru jafnt spenntir og stressaðir á miðvikudaginn.
Verzlingar voru jafnt spenntir og stressaðir á miðvikudaginn.
Það verður seint sagt að busar Verzlunarskólans bindi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir, því nú á miðvikudaginn var stóð 3.bekkjaráð skólans fyrir svokölluðu "Speed Dating" kvöldi eða á vor ylhýra Hraðstefnumótakvöldi.

Fyrirkomulagið var nokkuð hefðbundið, þ.e.a.s ein 30 borð, stelpurnar sitja sem fastast og strákarnir færa sig svo einn bossa til hægri þegar bjallan glymur á 2 mínútna fresti, allir fengu nafnspjöld sem límd voru á yfirhafnir og boli og svo voru að sjálfsögðu einkunnablöð og ljúfir tónar, allt til að fullkomna rómantíska kvöldstund á Marmaranum, hjarta Verzlunarskólans.

"Þetta gekk alveg ótrúlega vel fyrir sig, eiginlega bara miklu betur en við þorðum að vona. Það voru svona 70 manns þarna, bæði fólk á föstu og lausu. Þetta var kanski meira svona til að hrista uppí hópnum en að búa til framtíðar pör. En engin veit hvað getur gerst og mörg facebook vinasambönd eru að grassera um þessar mundir. Spurning hvort það séu Nemó target eða hvað" sagði Sigríður María Egilsdóttir í samtali við Skólalíf.

Skemmtilegt framtak hjá 3.bekkjaráðinu og svo sannarlega nauðsynleg viðbót í ástarsenu Verzlunarskólans.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa Verzló fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×