Meðfylgjandi má sjá allra fyrstu frumsýningu af auglýsingamyndum ilmsins EFJ Eyjafjallajökull by Gyðja þar sem Sigrún Lilja Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Gyðju er andlit ilmsins. Myndirnar verða notaðar í markaðssetningu á ilmvatninu hérlendis og erlendis en salan á ilminum hefst um helgina.
„Myndatakan gekk með eindæmum vel enda voru þetta allt fagmenn framarlega á sínu sviði sem unnu með mér," segir Sigrún spurð út í myndatökuna.
„Berglind Magnúsdóttir hárgreiðslu- og förðunarfræðingurinn minn með meiru sá um hár og förðun ásamt því að vera stílisti myndatökunnar. Lalli Sig ljósmyndari tók myndirnar bæði í stúdíói og útí í íslensku náttúrunni og Hallmar Freyr Þorvaldsson myndahönnuður hannaði myndirnar og full vann þær í auglýsingarnar."
„Ég var í skýjunum með teimið, myndatökuna og útkomuna en okkur langaði að leyfa kraftinum úr íslensku náttúrúnni að njóta sín og sameinast krafti Gyðjunnar, " segir Sigrún ánægð með útkomuna.