Bertha á forsíðu Playboy á undan Ásdísi 2. júlí 2010 10:00 Bertha María Waagfjörð gerði garðinn frægan í fyrirsætuheiminum og var á forsíðu þýska Playboy árið 1992. „Já, já, jú það var ég," segir Bertha María Waagfjörð, fyrrum fyrirsæta og sú sem fyrst íslenskra kvenna var á forsíðu þýska Playboy árið 1992. Bertha María var fyrir tilviljun stödd í stuttri heimsókn hér á landi þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. Fyrirsætan Ásdís Rán sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni vera fyrst íslenskra kvenna til að komast á forsíðu karlaritsins. Það reyndist ekki vera rétt en Bertha var á forsíðu þýska Playboy fyrir 18 árum. „Ég var 22 ára gömul og að vinna sem fyrirsæta í Ameríku," segir Bertha en þekktur ljósmyndari fékk hana til að gera þessa myndatöku með sér. „Ég var náttúrlega bara í hátískunni á þessum tíma. Sat fyrir í ítalska Vogue og fleiri álíka blöðum, en ég treysti honum nógu vel til að gera þetta flott. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var svona ber fyrir framan myndavélina og myndatakan var frekar „artí"," segir Bertha María sem hefur sagt skilið við fyrirsætuferilinn enda þriggja barna móðir og búsett í Los Angeles. Í kjölfarið á myndatökunni fyrir þýska Playboy fékk Bertha tilboð frá ameríska Playboy, sem vildu ólmir fá hana á forsíðuna en hún afþakkaði. „Ég vildi það alls ekki enda það blað allt öðruvísi en þessar myndir sem við tókum í New York." Leiðir Berthu Maríu lágu til Los Angeles þar sem hún lék meðal annars í einum af vinsælustu gamanþáttum síðari tíma, Seinfeld. Ásdís Rán leiðrétti misskilninginn í gær, dró til baka fyrri yfirlýsingu og bað Berthu Maríu afsökunar. Sagðist hún ekki hafa vitað um forsíðumyndir hennar í Playboy og bætti við að Bertha væri svakalega flott fyrirsæta og uppáhaldsfyrirsætan hennar á sínum tíma. - áp Menning Tengdar fréttir Ásdís Rán í Playboy: Tugir eintaka seld í forsölu Búið er að selja á milli 50 og 60 búlgörsk Playboy-tímarit í forsölu hjá Eymundsson en ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu þess. Áhuginn virðist ætla að verða gríðarlegur samkvæmt upplýsingum frá Eymundsson sem selur tímaritin á vefsíðu sinni, eymundsson.is. 1. júlí 2010 16:19 Lifir á kjúklingabringum í undirbúningi fyrir Playboy Ásdís Rán hyggst fækka fötum fyrir karlatímaritið Playboy á næstu dögum. Útkoman er væntanleg í lok júlí, en myndirnar af Ásdísi verða alls 20. 28. júní 2010 13:15 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira
„Já, já, jú það var ég," segir Bertha María Waagfjörð, fyrrum fyrirsæta og sú sem fyrst íslenskra kvenna var á forsíðu þýska Playboy árið 1992. Bertha María var fyrir tilviljun stödd í stuttri heimsókn hér á landi þegar Fréttablaðið náði af henni tali í gær. Fyrirsætan Ásdís Rán sagðist í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni vera fyrst íslenskra kvenna til að komast á forsíðu karlaritsins. Það reyndist ekki vera rétt en Bertha var á forsíðu þýska Playboy fyrir 18 árum. „Ég var 22 ára gömul og að vinna sem fyrirsæta í Ameríku," segir Bertha en þekktur ljósmyndari fékk hana til að gera þessa myndatöku með sér. „Ég var náttúrlega bara í hátískunni á þessum tíma. Sat fyrir í ítalska Vogue og fleiri álíka blöðum, en ég treysti honum nógu vel til að gera þetta flott. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var svona ber fyrir framan myndavélina og myndatakan var frekar „artí"," segir Bertha María sem hefur sagt skilið við fyrirsætuferilinn enda þriggja barna móðir og búsett í Los Angeles. Í kjölfarið á myndatökunni fyrir þýska Playboy fékk Bertha tilboð frá ameríska Playboy, sem vildu ólmir fá hana á forsíðuna en hún afþakkaði. „Ég vildi það alls ekki enda það blað allt öðruvísi en þessar myndir sem við tókum í New York." Leiðir Berthu Maríu lágu til Los Angeles þar sem hún lék meðal annars í einum af vinsælustu gamanþáttum síðari tíma, Seinfeld. Ásdís Rán leiðrétti misskilninginn í gær, dró til baka fyrri yfirlýsingu og bað Berthu Maríu afsökunar. Sagðist hún ekki hafa vitað um forsíðumyndir hennar í Playboy og bætti við að Bertha væri svakalega flott fyrirsæta og uppáhaldsfyrirsætan hennar á sínum tíma. - áp
Menning Tengdar fréttir Ásdís Rán í Playboy: Tugir eintaka seld í forsölu Búið er að selja á milli 50 og 60 búlgörsk Playboy-tímarit í forsölu hjá Eymundsson en ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu þess. Áhuginn virðist ætla að verða gríðarlegur samkvæmt upplýsingum frá Eymundsson sem selur tímaritin á vefsíðu sinni, eymundsson.is. 1. júlí 2010 16:19 Lifir á kjúklingabringum í undirbúningi fyrir Playboy Ásdís Rán hyggst fækka fötum fyrir karlatímaritið Playboy á næstu dögum. Útkoman er væntanleg í lok júlí, en myndirnar af Ásdísi verða alls 20. 28. júní 2010 13:15 Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira
Ásdís Rán í Playboy: Tugir eintaka seld í forsölu Búið er að selja á milli 50 og 60 búlgörsk Playboy-tímarit í forsölu hjá Eymundsson en ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun prýða forsíðu þess. Áhuginn virðist ætla að verða gríðarlegur samkvæmt upplýsingum frá Eymundsson sem selur tímaritin á vefsíðu sinni, eymundsson.is. 1. júlí 2010 16:19
Lifir á kjúklingabringum í undirbúningi fyrir Playboy Ásdís Rán hyggst fækka fötum fyrir karlatímaritið Playboy á næstu dögum. Útkoman er væntanleg í lok júlí, en myndirnar af Ásdísi verða alls 20. 28. júní 2010 13:15