Fótbolti

Stórlið á eftir Luis Suarez

Elvar Geir Magnússon skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez.

Juventus, Manchester United, Tottenham og Barcelona eru meðal þeirra liða sem horfa hýru auga til úrúgvæska sóknarmannsins Luis Suarez.

Suarez er ein skærasta stjarna heimsmeistaramótsins í Suður-Afríku og leikið lykilhlutverk í því að þjóð hans er komin í átta liða úrslit mótsins í fyrsta sinn í 40 ár.

Manchester United og Barcelona sýndu áhuga á leikmanninum í janúar en hann raðaði inn mörkum fyrir Ajax í Hollandi á síðasta tímabili. Suarez hefur verið hjá Ajax í þrjú ár en hann var keyptur til liðsins á smáaura frá Gröningen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×