Samið um rekstur Sólheima út janúar 29. desember 2010 04:15 Sólheimar Deilt hefur verið um framtíð Sólheima í Grímsnesi eftir að ákveðið var að færa málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.Fréttablaðið/pjetur Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. „Það er hægt að leysa þetta mál, og það er hægt að gera það þannig að allir geti borið höfuðið hátt eftir það. Við munum fara í þetta mál til að leysa það hratt og vel og af ábyrgð,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Árborg mun greiða um 23 milljónir króna til reksturs Sólheima í janúar samkvæmt því samkomulagi sem náðist í gær. Guðmundur segist vongóður um að samkomulag takist eftir fund með framkvæmdastjóra Árborgar fyrir hádegi í gær. Stjórnendur Sólheima munu eftir sem áður leggja höfuðáherslu á að íbúar fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að sérstöðu Sólheima verði viðhaldið, segir hann. „Við fórum yfir þá þætti sem þarf sérstaklega að ræða í samningaviðræðunum, og vorum nokkuð sammála um hvaða þættir það væru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hún segir mánuð ekki langan tíma til að ná samkomulagi, en reynt verði að láta þann tíma duga. Aðspurð segir hún ekki hægt að útiloka að bráðabirgðasamkomulagið verði framlengt ef þurfa þyki. Stjórnendur Sólheima hafa gagnrýnt ríkið harkalega í tengslum við flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga nú um áramótin. „Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa áður en þessar breytingar væru gerðar,“ segir Guðmundur. Þar segist hann eiga við þjónustumat fyrir íbúa sem liggur til grundvallar því hvaða þjónustu íbúar eiga rétt á. Það mat sem nú sé notast við sé átta ára gamalt en ætti að uppfæra árlega. „Við vildum að ríkið leysti þetta mál svo íbúar hér fengju þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það lánaðist ekki, og nú þurfum við að ganga á Árborg með að leysa vanda sem ríkið hefði átt að leysa,“ segir Guðmundur. brjann@frettabladid.is Guðmundur Ármann Pétursson Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. „Það er hægt að leysa þetta mál, og það er hægt að gera það þannig að allir geti borið höfuðið hátt eftir það. Við munum fara í þetta mál til að leysa það hratt og vel og af ábyrgð,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Árborg mun greiða um 23 milljónir króna til reksturs Sólheima í janúar samkvæmt því samkomulagi sem náðist í gær. Guðmundur segist vongóður um að samkomulag takist eftir fund með framkvæmdastjóra Árborgar fyrir hádegi í gær. Stjórnendur Sólheima munu eftir sem áður leggja höfuðáherslu á að íbúar fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að sérstöðu Sólheima verði viðhaldið, segir hann. „Við fórum yfir þá þætti sem þarf sérstaklega að ræða í samningaviðræðunum, og vorum nokkuð sammála um hvaða þættir það væru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hún segir mánuð ekki langan tíma til að ná samkomulagi, en reynt verði að láta þann tíma duga. Aðspurð segir hún ekki hægt að útiloka að bráðabirgðasamkomulagið verði framlengt ef þurfa þyki. Stjórnendur Sólheima hafa gagnrýnt ríkið harkalega í tengslum við flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga nú um áramótin. „Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa áður en þessar breytingar væru gerðar,“ segir Guðmundur. Þar segist hann eiga við þjónustumat fyrir íbúa sem liggur til grundvallar því hvaða þjónustu íbúar eiga rétt á. Það mat sem nú sé notast við sé átta ára gamalt en ætti að uppfæra árlega. „Við vildum að ríkið leysti þetta mál svo íbúar hér fengju þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það lánaðist ekki, og nú þurfum við að ganga á Árborg með að leysa vanda sem ríkið hefði átt að leysa,“ segir Guðmundur. brjann@frettabladid.is Guðmundur Ármann Pétursson
Fréttir Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira