Diktu-menn brosa hringinn 18. maí 2010 09:45 með gullplötur Meðlimir Diktu með gullplöturnar sem þeir fengu úr höndum útgáfufyrirtækisins Kölska fyrir Get It Together. „Menn bara brosa hringinn og hafa gaman,“ segir Nonni kjuði, eða Jón Þór Sigurðsson, trommari Diktu. Hljómsveitin hefur fengið gullplötu afhenta fyrir að hafa selt plötu sína Get It Together í yfir fimm þúsund eintökum. Alls hafa sjö þúsund eintök verið framleidd og búast má við því að þau rjúki út eins og heitar lummur á næstunni. Dikta hefur átt miklum vinsældum að fagna síðan platan kom út í nóvember og hafa lögin From Now On og Thank You slegið rækilega í gegn. Til að þakka fyrir sig heldur Dikta ókeypis klukkutíma tónleika á Nasa í kvöld klukkan 18 og vegna fjölda áskorana verða tónleikarnir opnir öllum aldurshópum. Nonni viðurkennir að sveitin hafi ekki spilað nóg fyrir yngri aldurshópana. „Við viljum gefa aðeins til baka og þarna getum við slegið tvær flugur í einu höggi,“ segir trommarinn, sem skartar forláta klippingu í anda Idol-dómarans Simons Cowell. „Strákunum fannst þetta eitthvað Simon Cowell-legt. En ég bað um Tom Cruise. Cruise-arinn er flottur. Hann hefur aðeins dalað í seinni tíð en hann á helling inni.“ Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, er rétt eins og Nonni himinlifandi yfir gullplötunni. Hann segist ekki hafa átt von á þessum árangri þegar upptökur á Get It Together hófust. „Ég get alveg sagt það með góðri samvisku að ég átti engan veginn von á því að ég fengi gullplötu upp á vegg. Ég er búinn að finna góðan stað fyrir hana og núna er bara að negla einn nagla og skella henni upp á vegg.“ - fb Lífið Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
„Menn bara brosa hringinn og hafa gaman,“ segir Nonni kjuði, eða Jón Þór Sigurðsson, trommari Diktu. Hljómsveitin hefur fengið gullplötu afhenta fyrir að hafa selt plötu sína Get It Together í yfir fimm þúsund eintökum. Alls hafa sjö þúsund eintök verið framleidd og búast má við því að þau rjúki út eins og heitar lummur á næstunni. Dikta hefur átt miklum vinsældum að fagna síðan platan kom út í nóvember og hafa lögin From Now On og Thank You slegið rækilega í gegn. Til að þakka fyrir sig heldur Dikta ókeypis klukkutíma tónleika á Nasa í kvöld klukkan 18 og vegna fjölda áskorana verða tónleikarnir opnir öllum aldurshópum. Nonni viðurkennir að sveitin hafi ekki spilað nóg fyrir yngri aldurshópana. „Við viljum gefa aðeins til baka og þarna getum við slegið tvær flugur í einu höggi,“ segir trommarinn, sem skartar forláta klippingu í anda Idol-dómarans Simons Cowell. „Strákunum fannst þetta eitthvað Simon Cowell-legt. En ég bað um Tom Cruise. Cruise-arinn er flottur. Hann hefur aðeins dalað í seinni tíð en hann á helling inni.“ Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, er rétt eins og Nonni himinlifandi yfir gullplötunni. Hann segist ekki hafa átt von á þessum árangri þegar upptökur á Get It Together hófust. „Ég get alveg sagt það með góðri samvisku að ég átti engan veginn von á því að ég fengi gullplötu upp á vegg. Ég er búinn að finna góðan stað fyrir hana og núna er bara að negla einn nagla og skella henni upp á vegg.“ - fb
Lífið Menning Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira