Tvennir tímar mættust í haustlínu Lacoste, sem sýnd var á tískuvikunni í New York. Haustlínan var skemmtileg blanda af diskótímabilinu og fágaðri tísku fjórða áratugarins. Stórar peysur og litríkir jakkar voru á meðal þess sem fyrirsæturnar sýndu er þær gengu eftir sýningarpallinum.
Christophe Lemaire hefur verið aðalhönnuður Lacoste síðustu tíu ár en þetta var síðasta lína hans fyrir merkið. Hann tekur við Hermés-tískuhúsinu af Jean Paul Gaultier og frumsýnir fyrstu línu sína fyrir það næsta vor.





