Stóð tíu metrum frá Þistilfjarðarbirnunni - myndir 27. janúar 2010 16:47 „Manni brá svolítið en ég var ekkert hrædd," segir Svanhvít Geirsdóttir, ábúandi á Sævarlandi í Þistilfirði, en hún tilkynnti til lögreglunnar um Ísbjörn sem nú hefur verið felldur. Í ljós kom að um birnu var að ræða en hún var ekki horuð og í góðu ásigkomulagi. Svanhvíti brá heldur betur þegar hún sá birnuna í um hundrað metra fjarlægð frá bænum. Lögreglan kom stuttu síðar á vettvang en þá hafði birnan gengið meðfram girðingu fram að Svalbarðsárbrú en þar mætti lögreglan birnunni. Hún fældist þá og hljóp í ofboði til baka í átt að bænum að sögn Svanhvítar. Aðspurð hvort hún hafi séð birnuna vel segist Svanhvít að hún hafi gert það. „Það var ekki mikil fjarlægð á milli okkar þegar hún hljóp til baka," segir Svanhvít sem giskar á að um tíu metrar hafi verið á milli hennar og birnunnar þegar fjarlægðin var minnst. „Ég hljóp þá strax inn," segir Svanhvít sem þótti þetta allt frekar spennandi enda ekki á hverjum degi sem maður sér ísbjörn á landi. Þrjár skyttur komu á vettvang auk lögreglunnar en birnan hljóp þá undan þeim niður gil og týndu þeir henni stuttu síðar. Að sögn Svanhvítar hljóp birnan austur en tvær skyttur til viðbótar komu úr þeirri átt til þess að fella birnuna en virðast hafa farið á mis við hana. Það kom Svanhvíti á óvart að birnan hafi verið felld hjá eyðibýli á óslandi, „hún hefur þá farið mjög hratt yfir," segir Svanhvít. Ekki er ljóst hvaða skytta það var sem felldi birnuna en hún var felld um leið og Umhverfisstofnun tók ákvörðun um að það væri það besta í stöðunni. MYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma Steinarsdóttir Tengdar fréttir Vissi ekki af isbirni á landinu sínu Geir Geirsson, íbúi á Sævarlandi í Þistilfirði, þar sem sást til ísbjörns fyrir um klukkustund síðan, var ekki heima þegar fréttastofa hafði samband við hann. 27. janúar 2010 14:58 Veiðimenn búnir að fella ísbjörninn Þrjár skyttur eru búnar að fella ísbjörninn sem sást til á Þistilfirði í dag að sögn lögreglumanns sem Vísir ræddi við. Svo virðist sem björninn, sem var frekar lítill, hafi verið felldur af skyttunum. 27. janúar 2010 15:48 Björninn felldur þrátt fyrir sérhannað björgunarbúr Búrið sem nota átti við síðustu björgunartilraun þegar ísbjörn gekk á land nærri Skagafirði er enn á landinu samkvæmt Umhverfisstofnun. Þá náðist ekki að fanga björninn lifandi. Búrið hefur því ekki verið notað. Ákveðið hefur verið að fella björninn þar sem ekki séu uppi ákjósanlegar aðstæður til þess að bjarga honum. 27. janúar 2010 15:27 Ísbjörn í Þistilfirði Lögreglunni á Þórshöfn barst tilkynning um að ísbjörn í grennd við bæinn Sævarland í Þistilfirði fyrir skömmu. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 27. janúar 2010 14:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
„Manni brá svolítið en ég var ekkert hrædd," segir Svanhvít Geirsdóttir, ábúandi á Sævarlandi í Þistilfirði, en hún tilkynnti til lögreglunnar um Ísbjörn sem nú hefur verið felldur. Í ljós kom að um birnu var að ræða en hún var ekki horuð og í góðu ásigkomulagi. Svanhvíti brá heldur betur þegar hún sá birnuna í um hundrað metra fjarlægð frá bænum. Lögreglan kom stuttu síðar á vettvang en þá hafði birnan gengið meðfram girðingu fram að Svalbarðsárbrú en þar mætti lögreglan birnunni. Hún fældist þá og hljóp í ofboði til baka í átt að bænum að sögn Svanhvítar. Aðspurð hvort hún hafi séð birnuna vel segist Svanhvít að hún hafi gert það. „Það var ekki mikil fjarlægð á milli okkar þegar hún hljóp til baka," segir Svanhvít sem giskar á að um tíu metrar hafi verið á milli hennar og birnunnar þegar fjarlægðin var minnst. „Ég hljóp þá strax inn," segir Svanhvít sem þótti þetta allt frekar spennandi enda ekki á hverjum degi sem maður sér ísbjörn á landi. Þrjár skyttur komu á vettvang auk lögreglunnar en birnan hljóp þá undan þeim niður gil og týndu þeir henni stuttu síðar. Að sögn Svanhvítar hljóp birnan austur en tvær skyttur til viðbótar komu úr þeirri átt til þess að fella birnuna en virðast hafa farið á mis við hana. Það kom Svanhvíti á óvart að birnan hafi verið felld hjá eyðibýli á óslandi, „hún hefur þá farið mjög hratt yfir," segir Svanhvít. Ekki er ljóst hvaða skytta það var sem felldi birnuna en hún var felld um leið og Umhverfisstofnun tók ákvörðun um að það væri það besta í stöðunni. MYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma SteinarsdóttirMYND/Hilma Steinarsdóttir
Tengdar fréttir Vissi ekki af isbirni á landinu sínu Geir Geirsson, íbúi á Sævarlandi í Þistilfirði, þar sem sást til ísbjörns fyrir um klukkustund síðan, var ekki heima þegar fréttastofa hafði samband við hann. 27. janúar 2010 14:58 Veiðimenn búnir að fella ísbjörninn Þrjár skyttur eru búnar að fella ísbjörninn sem sást til á Þistilfirði í dag að sögn lögreglumanns sem Vísir ræddi við. Svo virðist sem björninn, sem var frekar lítill, hafi verið felldur af skyttunum. 27. janúar 2010 15:48 Björninn felldur þrátt fyrir sérhannað björgunarbúr Búrið sem nota átti við síðustu björgunartilraun þegar ísbjörn gekk á land nærri Skagafirði er enn á landinu samkvæmt Umhverfisstofnun. Þá náðist ekki að fanga björninn lifandi. Búrið hefur því ekki verið notað. Ákveðið hefur verið að fella björninn þar sem ekki séu uppi ákjósanlegar aðstæður til þess að bjarga honum. 27. janúar 2010 15:27 Ísbjörn í Þistilfirði Lögreglunni á Þórshöfn barst tilkynning um að ísbjörn í grennd við bæinn Sævarland í Þistilfirði fyrir skömmu. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 27. janúar 2010 14:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Vissi ekki af isbirni á landinu sínu Geir Geirsson, íbúi á Sævarlandi í Þistilfirði, þar sem sást til ísbjörns fyrir um klukkustund síðan, var ekki heima þegar fréttastofa hafði samband við hann. 27. janúar 2010 14:58
Veiðimenn búnir að fella ísbjörninn Þrjár skyttur eru búnar að fella ísbjörninn sem sást til á Þistilfirði í dag að sögn lögreglumanns sem Vísir ræddi við. Svo virðist sem björninn, sem var frekar lítill, hafi verið felldur af skyttunum. 27. janúar 2010 15:48
Björninn felldur þrátt fyrir sérhannað björgunarbúr Búrið sem nota átti við síðustu björgunartilraun þegar ísbjörn gekk á land nærri Skagafirði er enn á landinu samkvæmt Umhverfisstofnun. Þá náðist ekki að fanga björninn lifandi. Búrið hefur því ekki verið notað. Ákveðið hefur verið að fella björninn þar sem ekki séu uppi ákjósanlegar aðstæður til þess að bjarga honum. 27. janúar 2010 15:27
Ísbjörn í Þistilfirði Lögreglunni á Þórshöfn barst tilkynning um að ísbjörn í grennd við bæinn Sævarland í Þistilfirði fyrir skömmu. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. 27. janúar 2010 14:46