Innlent

Slökktu eld í gaskút

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eldur kviknaði í gaskút undir gasgrilli í Heiðargerði um sjöleytið í gærkvöld. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa talaði við segir að venjulegast myndist töluvert bál þegar svona lagað gerist og svo hafi einnig verið í þessu tilfelli. Gas lak úr kútnum eftir að eldurinn kom upp og þurfti slökkviliðið að vakta hann í svolitla stund eftir að tekist hafði að ráða niðurlögum eldsins.

Þá kviknaði eldur í jeppling sem var á ferð austan við Selfoss. Vegfarendur sem áttu leið framhjá bílnum voru með slökkvitæki meðferðis og gátu slökkt eldinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×