Lífið

Yrsa fær frábæra dóma

Yrsa Sigurðardóttir fær fantagóða dóma í Times Literary Supplement í dag.
Yrsa Sigurðardóttir fær fantagóða dóma í Times Literary Supplement í dag. Mynd/Kristinn Ingvarsson

Aska eftir Yrsu Sigurðardóttur stenst samanburð við það besta sem gerist í heimi glæpasagna samtímans. Þetta segir gagnrýnandi bókmenntatímaritsins Times Literary Supplement sem kemur út í dag. Greinin hefst á þessum orðum: „Aska er þriðja glæpasaga Yrsu Sigurðardóttur sem kemur út í enskri þýðingu og jafnvel þótt hinar fyrri tvær, Þriðja táknið og Sér grefur gröf, hafi verið góðar þá er þessi sú langbesta; hún stenst samanburð við það besta sem gerist í glæpasögum samtímans, hvar sem er í heiminum." Aska kom út nú í sumar í Bretlandi og hefur hlotið frábæra dóma. Times Literary Supplement þykir þó fínasta fínt í bókmenntaheiminum og því munu Yrsa og hennar fólk gleðjast mikið yfir þessum tíðindum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.