Lífið

Ólétt eftir einnar nætur gaman

Í meðfylgjandi myndskeiði segir leikkonan Lilja Katrín Gunnarsdóttir frá gamanleiknum MAMMA ÉG sem hún flytur í Slippsalnum í Nemaforum annaðkvöld klukkan 20:00.

Þar fer hún á skemmtilegan hátt yfir meðgönguna, fæðinguna og móðurhlutverkið en hugmyndin kviknaði eftir að hún varð ólétt eftir einnar nætur gaman.

Gamanleikur Lilju Katrínar er hluti af samstarfi Listasafni Reykjavíkur og Skottunum, regnhlífasamtökum kvennahreyfingarinnar á Íslandi sem hafa ruglað saman reitum og skipulagt dagskrárveislu sem hefur verið nokkurs konar upptaktur fyrir kvennafrídaginn 25. október.

Frítt er inn á sýninguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.