Úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja 1. október 2010 07:00 Bjartmar Þórðarson Leikhús/ *** Skepna, einleikur á Norðurpólnum Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson Leikari: Bjartmar Þórðarson Það var ekki skepnan sem dó í þetta sinn heldur skepnan sem lifnar við innra með þeim sem ekki hafa notið nógu góðs atlætis. Mikið er um einleiki á síðustu tímum og til þess að þeir virki þarf sagan sem þeir byggja á að vera skemmtileg eða athyglisverð. Í hinu bráðskemmtilega nýja leikhúsi úti á Seltjarnarnesi, Norðurpólnum, stendur Bjartmar Þórðarson og segir okkur sögu um mann sem átti sér þann draum heitastan að gera kvikmynd. Bjartmar stekkur milli hlutverka og gerir það vel. Talar skýrt en gefur sér heldur lítinn tíma til að leyfa hugsununum að fæðast. Áhorfendur sitja í bogadreginni línu á tveimur stólaröðum og leikarinn leikur í öðrum boga á móti þeim. Lýsing og hljóðmyndir voru einkar skýrar og smart. Þetta er einföld sýning með örfáum ljósum, raddir heyrast af bandi, á sviðinu stendur einn maður og segir sögu sína og sinna nánustu. Hann stekkur milli atriða og heldur athyglinni allan tímann. Bjartmar á ekki í nokkrum erfiðleikum með að kitla hláturtaugar áhorfenda sinna en hitt er annað mál að valið á túlkuninni á kærustunni og fleiri persónum var heldur innihaldslaust eða klisjukennt. Ungur maður drepur föður sinn. Hægt og rólega sagar hann gamla manninn niður í stykki og brennir fyrir þannig að ekki blæði úr. Þetta eru upplýsingar sem koma til áhorfenda í frásögn en ekki myndgerð. Faðirinn hafði ekki staðið sig í sínu hlutverki og því er hér um sæta hefnd að ræða. Ungi maðurinn lifir fyrir hugmynd sína um að gera bíómynd um líf sitt og hittir alls kyns pótintáta sem auðvitað hafa meiri áhuga á dópi, búsi og öðrum frægum heldur en honum. Bjartmari tekst mjög vel að koma þróun persónu sinnar til skila. Það er úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja, svo notað sé nú mesta tískuorð nútímans. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikstýrir og er ábyrgur fyrir tónlistinni sem var mjög smart. Hún elti vel uppi það ástand sem ríkti og skelfdi á köflum. Glæpurinn hér birtist aftur og aftur á ýmsum stöðum í frásögninni og leikstíllinn er líka mikið í endurtekningum eins og gengið í hringi, engu að síður hélt Bjartmar athygli áhorfenda sinna allan tímann og þó svo að manni hefði fundist áhugaverðara að ná sér í yrkisefni til einleiks úr eigin ranni þá gekk þetta alveg upp. Það er líka gott að hlæja og láta sér bregða í mátulegum skömmtum. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Athyglisverð og vel leikin sýning. Lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Leikhús/ *** Skepna, einleikur á Norðurpólnum Leikstjóri: Guðjón Þorsteinn Pálmarsson Leikari: Bjartmar Þórðarson Það var ekki skepnan sem dó í þetta sinn heldur skepnan sem lifnar við innra með þeim sem ekki hafa notið nógu góðs atlætis. Mikið er um einleiki á síðustu tímum og til þess að þeir virki þarf sagan sem þeir byggja á að vera skemmtileg eða athyglisverð. Í hinu bráðskemmtilega nýja leikhúsi úti á Seltjarnarnesi, Norðurpólnum, stendur Bjartmar Þórðarson og segir okkur sögu um mann sem átti sér þann draum heitastan að gera kvikmynd. Bjartmar stekkur milli hlutverka og gerir það vel. Talar skýrt en gefur sér heldur lítinn tíma til að leyfa hugsununum að fæðast. Áhorfendur sitja í bogadreginni línu á tveimur stólaröðum og leikarinn leikur í öðrum boga á móti þeim. Lýsing og hljóðmyndir voru einkar skýrar og smart. Þetta er einföld sýning með örfáum ljósum, raddir heyrast af bandi, á sviðinu stendur einn maður og segir sögu sína og sinna nánustu. Hann stekkur milli atriða og heldur athyglinni allan tímann. Bjartmar á ekki í nokkrum erfiðleikum með að kitla hláturtaugar áhorfenda sinna en hitt er annað mál að valið á túlkuninni á kærustunni og fleiri persónum var heldur innihaldslaust eða klisjukennt. Ungur maður drepur föður sinn. Hægt og rólega sagar hann gamla manninn niður í stykki og brennir fyrir þannig að ekki blæði úr. Þetta eru upplýsingar sem koma til áhorfenda í frásögn en ekki myndgerð. Faðirinn hafði ekki staðið sig í sínu hlutverki og því er hér um sæta hefnd að ræða. Ungi maðurinn lifir fyrir hugmynd sína um að gera bíómynd um líf sitt og hittir alls kyns pótintáta sem auðvitað hafa meiri áhuga á dópi, búsi og öðrum frægum heldur en honum. Bjartmari tekst mjög vel að koma þróun persónu sinnar til skila. Það er úr sakleysi yfir í einbeittan brotavilja, svo notað sé nú mesta tískuorð nútímans. Guðjón Þorsteinn Pálmarsson leikstýrir og er ábyrgur fyrir tónlistinni sem var mjög smart. Hún elti vel uppi það ástand sem ríkti og skelfdi á köflum. Glæpurinn hér birtist aftur og aftur á ýmsum stöðum í frásögninni og leikstíllinn er líka mikið í endurtekningum eins og gengið í hringi, engu að síður hélt Bjartmar athygli áhorfenda sinna allan tímann og þó svo að manni hefði fundist áhugaverðara að ná sér í yrkisefni til einleiks úr eigin ranni þá gekk þetta alveg upp. Það er líka gott að hlæja og láta sér bregða í mátulegum skömmtum. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Athyglisverð og vel leikin sýning.
Lífið Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira