Bjössi í Mínus kemst inn í leiklistarskóla í Danmörku 9. júlí 2010 11:00 Björn Stefánsson tónlistarmaður hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla í Danmörku. fréttablaðið/anton Tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tónlistinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu. „Fréttirnar komu flestum sem ég þekki á óvart. Ég sagði engum frá því að ég ætlaði í inntökuprófið því ég nennti ekki að þurfa að útskýra mig ef ég fengi ekki inngöngu," útskýrir Björn. Hann segir leiklist og tónlist haldast svolítið í hendur og segir flesta tónlistarmenn dreyma um að verða leikara og öfugt. „Mér finnst leiklistin mjög heillandi. Mér finnst gaman að skapa karakter og halda það út að vera hann í einhvern tíma, það er eitthvað mjög heillandi við það." Inntökuprófið sjálft tók um sex klukkustundir í allt og segir Björn að hann hafi mætt kokhraustur á staðinn og ákveðinn í að láta litla dönskukunnáttu ekki aftra sér. „Ég gerði mig oft að fífli þarna en ég trúi því að ef maður gerir sitt besta þá sjái fólk það. Skólinn hefur líka boðið mér að taka dönskunám samhliða leiklistarnáminu sem ég ætla að gera. Ég er bæði spenntur og kvíðinn en ég hef alltaf haft þörf fyrir að ögra sjálfum mér og þetta er þannig verkefni." Björn mun dvelja í Danmörku næstu fjögur árin ásamt unnustu sinni og dóttur, sem hafa að hans sögn aðlagast nýjum heimkynnum vel. „Við erum búin að vera í Danmörku í rúmt ár og líður mjög vel þar. Sú litla er nánast orðin dönsk, talar tungumálið fullkomlega og gerir óspart grín að mér þegar ég segi eitthvað vitlaust," segir hann og hlær. Björn segist þó ekki hættur í tónlistinni og mun hann sinna henni eitthvað meðfram náminu. „Ég verð alltaf tónlistarmaður. En núna ætla ég að einbeita mér að náminu og minna að tónlistinni, enda krefst námið mikillar viðveru," segir Björn að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tónlistinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu. „Fréttirnar komu flestum sem ég þekki á óvart. Ég sagði engum frá því að ég ætlaði í inntökuprófið því ég nennti ekki að þurfa að útskýra mig ef ég fengi ekki inngöngu," útskýrir Björn. Hann segir leiklist og tónlist haldast svolítið í hendur og segir flesta tónlistarmenn dreyma um að verða leikara og öfugt. „Mér finnst leiklistin mjög heillandi. Mér finnst gaman að skapa karakter og halda það út að vera hann í einhvern tíma, það er eitthvað mjög heillandi við það." Inntökuprófið sjálft tók um sex klukkustundir í allt og segir Björn að hann hafi mætt kokhraustur á staðinn og ákveðinn í að láta litla dönskukunnáttu ekki aftra sér. „Ég gerði mig oft að fífli þarna en ég trúi því að ef maður gerir sitt besta þá sjái fólk það. Skólinn hefur líka boðið mér að taka dönskunám samhliða leiklistarnáminu sem ég ætla að gera. Ég er bæði spenntur og kvíðinn en ég hef alltaf haft þörf fyrir að ögra sjálfum mér og þetta er þannig verkefni." Björn mun dvelja í Danmörku næstu fjögur árin ásamt unnustu sinni og dóttur, sem hafa að hans sögn aðlagast nýjum heimkynnum vel. „Við erum búin að vera í Danmörku í rúmt ár og líður mjög vel þar. Sú litla er nánast orðin dönsk, talar tungumálið fullkomlega og gerir óspart grín að mér þegar ég segi eitthvað vitlaust," segir hann og hlær. Björn segist þó ekki hættur í tónlistinni og mun hann sinna henni eitthvað meðfram náminu. „Ég verð alltaf tónlistarmaður. En núna ætla ég að einbeita mér að náminu og minna að tónlistinni, enda krefst námið mikillar viðveru," segir Björn að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög