Innlent

Jóhanna: Már á að taka þau laun sem eru í boði

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að Már Guðmundsson seðlabankastjóri komi með tillögur að því hvernig fara megi í kringum lög kjararáðs Seðlabankans og hækka þannig laun sín.

„Það er ekki eðlilegt. Hann á að taka þau laun sem eru í boði," sagði forsætisráðherra í Kastljósi í kvöldi.

Í Kastljósi var Jóhanna spurð hvers vegna Lára V. Júlíussdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, telur að Má hafi verið lofað að kjörin hans sem seðlabankastjóra yrðu hin sömu og hjá fyrirrennurum hans. En um svipað leyti og ráðning hans fór fram voru laun ríkisstarfsmanna lækkuð.

"Ég kann enga skýringu á því. Ég hafði engin afskipti af hans launakjörum," sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði jafnframt að reynt væri verið að gera störf hennar tortryggileg að undirlagi Davíð Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×