Enski boltinn

Vilja ekki sjá Stubbahús Neville

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Um 300 hundruð nágrannar Gary Neville eru brjálaðir út í bakvörð Man. Utd sem hefur í hyggju að byggja umhverfisvænt, neðanjarðarhús í ætt við húsið sem Stubbarnir, eða Teletubbies, búa í.

Nágrannarnir héldu fjölmennan fund á dögunum þar sem fyrirætlunum Neville var harðlega mótmælt. Krefjast nágrannarnir þess að bæjaryfirvöld meini Neville að byggja húsið sem á óneitanlega að vera sérstakt.

„Af hverju ættum við að þurfa að horfa upp á þetta ljóta hús? Bara af því hann á peninga? Ef það verður gefið leyfi á þetta þá gætu sprottið upp fleiri Stubbahús," sagði einn nágranna Neville.

Hægt er að sjá tölvuteiknaða mynd af því hvernig þetta afar sérstaka hús eigi að líta út hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×