Enski boltinn

Ömur­legar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann

Sindri Sverrisson skrifar
Giovanni Leoni sleit krossband í hné í gær.
Giovanni Leoni sleit krossband í hné í gær. Getty/Stu Forster

Ungi ítalski miðvörðurinn Giovanni Leoni, sem kom til Liverpool í sumar, sleit krossband í hné í fyrsta leik sínum fyrir liðið, í 2-1 sigrinum gegn Southampton í enska deildabikarnum í fótbolta í gærkvöld.

Fabrizio Romano greindi frá þessu í dag en það var strax ljóst í gær að meiðslin væru alvarleg.

Leoni var í byrjunarliði Liverpool en varð að fara meiddur af velli þegar um tíu mínútur voru eftir og nú er ljóst að meiðslin eru svo alvarleg að mögulega spilar hann ekki meira á tímabilinu.

Leoni, sem er aðeins 18 ára, kom til LIverpool fyrir 26 milljónir punda frá Parma í sumar. Meiðsli hans þýða að LIverpool er aðeins með þrjá miðverði til taks, eftir að það mistókst að landa Marc Guehi í lok félagaskiptagluggans. 

Leoni kom í sumar eftir að Jarrell Quansah fór til Leverkusen en nú eru aðeins Virgil van Dijk, Ibrahima Konaté og Joe Gomez þeir miðverðir sem Arne Slot þarf að stóla á í sínum hópi, í þéttri leikjadagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×