Enski boltinn

Hicks lofar stórum leikmannakaupum hjá Liverpool í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Hicks og George Gillett eru eigendur Liverpool.
Tom Hicks og George Gillett eru eigendur Liverpool.

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, er að reyna að bæta tjónið sem sonur hans olli með því að senda móðgandi blótsyrði í svari á tölvupósti frá stuðningsmanni Liverpool. Tölvupósturinn komst í fjölmiðla og vakti upp sterk viðbrögð frá Liverpool-fólki.

Hicks yngri er hættur öllum afskiptum að enska félaginu og Hicks eldri fékk annan félaga sinn frá Dallas til þess að taka sæti sonar síns í í stjórn félagsins sem og í stjórn hjá móðurfyrirtækinu Kop Holdings.

Hicks eldri hefur tekið eitt skref lengra því hann hefur nú lofað að eytt verið stórum fjárhæðum í leikmenn í sumar.

„Við höfum góða stjórn á okkar skuldarstöðu og munum aldrei nota peninga frá leikmannasölum til þess að borga niður skuldirnar. Nýi völlurinn mun breyta öllu og Christian Purslow er að vinna að fullu að því að fá hann í gegn. Það verða síðan stór leikmannakaup í sumar," sagði Tom Hicks eldri, annar eiganda Liverpool.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.