Fótbolti

Vuvuzela lætin spiluð fyrir dómara í undirbúningi fyrir leiki

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP

Dómarar á HM þurfa að hlusta talsvert meira á hið pirrandi hljóð sem kemur úr Vuvuzela-lúðurunum enda sér FIFA til þess að þeir láti lætin ekki koma sér úr jafnvægi.

Hávaðinn úr Vuvuzela lúðrunum margfrægu eru komnar inn til FIFA. Það er vegna þess að dómarar eru undirbúnir sérstaklega fyrir hávaðann.

"Þegar við æfum spilar FIFA upptökur af hávaðanum úr lúðrunum til að undirbúa okkur," segir Mike Mullarkey, aðstoðardómari við BBC.

"Klukkustundum saman er hljóðið spilar. En þetta hjálpar til. Þegar kemur að leikjunum erum við vanir hljóðinu."

Margir hafa kvartað undir lúðrunum, meðal annars Cristiano Ronaldo sem segir að þeir trufli einbeitinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×