Fótbolti

Eto´o í öngum sínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Kamerúninn Samuel Eto´o er miður sín yfir lélegu gengi Kamerún á HM en liðið er fallið úr keppni fyrir lokaumferðina sem hefst í dag.

Eto´o vann sögulega þrennu með Inter í vetur og ætlaði sér síðan stóra hluti með Kamerún á HM. Þau plön gengu ekki upp.

"Allt tímabilið var ég að hugsa um Heimsmeistarakeppnina. Allt snérist um að vera tilbúinn fyrir HM. HM var það eina sem ég hugsaði um. Það er erfitt að taka þessu og það er ekkert eðlilegt við það að við höfnum í neðsta sæti," sagði Eto´o hundfúll.

Eto´o lenti í smá drama fyrir mótið er hann hótaði að hætta með liðinu í kjölfar gagnrýni frá goðsönginni Roger Milla. Hann hætti þó við að hætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×