Enski boltinn

Fabregas gerir lítið úr búningamálinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að stuðningsmenn félagsins eigi ekkert að vera að æsa sig of mikið yfir því að hann hafi verið klæddur í Barcelona-búning er spænska landsliðið var að fagna heimsmeistaratitlinum.

Carles Puyol og Gerard Pique komu aftan að Fabregas í fagnaðarlátunum og tróðu honum í búning Barca.

„Svona hlutir gerast á sérstökum stundum og fólk má alls ekki lesa of mikið í atvikið því þetta var bara eitt atriði á skemmtilegum degi. Stundum veit maður ekki hvað maður gerir og því er hægt að fyrirgefa allt," sagði Fabregas.

"Pepe dró mig fram á sviðið og í sannleika sagt hafði ég ekki hugmynd um að þeir ætluðu að gera þetta við mig. Þetta kom mér í opna skjöldu. Ég hélt í fyrstu að þetta væri fáni. Ég varð samt að njóta þess og þetta var ekkert til að gera stórmál úr," sag'i Fabregas sem vill samt ekki gefa það hreint út að hann verði áfram hjá Arsenal.

„Ég held að því minna sem ég segi því betra. Það er bara meira fjallað um málin ef maður segir of mikið. Nú þarf að halda ró sinni."


Tengdar fréttir

Fabregas í Barcelona-treyju - myndband

Þó svo forráðamönnum Barcelona gangi lítið að kaupa Cesc Fabregas og það líti út fyrir að leikmaðurinn sjálfur sé búinn að sætta sig við að vera áfram í herbúðum Arsenal hafa leikmenn Barcelona ekki gefið vonina um að fá hann til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×