Óvíst er hvort Keilir fær metan í afgreiðslustöð sína 22. júlí 2010 06:30 Framkvæmdastjóri Orku- og tækniskóla Keilis segir sérkennilegt hvernig stóru olíufélögin virðist skipta á milli sín markaði með nýjungar á eldsneytismarkaði. Fréttablaðið/Stefán Vegna einkasölusamnings olíufélagsins N1 á metangasi ríkir óvissa um hvort hægt verður að nýta áfyllingarstöð sem til stóð að nota í tengslum við kennslu við Orku- og tækniskóla Keilis á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli. „Við vonum nú að það leysist farsællega úr þessu,“ segir Rúnar Unnþórsson, framkvæmdastjóri Orku- og tækniskólans. „En við erum búin að panta áfyllingarstöð sem kemur til landsins fyrir lok þessa mánaðar.“ Hann segist fyrst hafa snúið sér til Sorpu um kaup á gasi, en verið vísað á N1. „En félagið virðist vera með einkasölusamning við Metan, félagið sem tekur við gasinu frá Sorpu og selur það.“ Sorpa á 49,7 prósenta hlut í Metani, Orkuveita Reykjavíkur 21,3 prósent og REI, dótturfélag OR, 14,1 prósent. Þá á N1 14,9 prósenta hlut. Stærsti óbeini eigandi Metans er því Reykjavíkurborg í gegnum sín félög. Rúnar segist hafa fengið þau svör hjá N1 að ef opnuð yrði stöð suður frá yrði það gert undir þeirra merkjum og ekki fyrr en komin yrði skuldbinding um áhugavert magn í sölu. Þetta segir Rúnar þýða að ekki sé hægt að manna stöðina nemendum, líkt og stefnt hafi verið að, en skólinn hafi viljað „mennta fólk í eldsneyti“, en þá áherslu vanti á háskólanám hér. „Við vildum líka hafa þetta verklegt og þar liggur metanið beint við.“ Rúnar segir undarlegt ef metangas fæst ekki afhent, enda sé núna verið að brenna gasi sem ekki selst. „Um leið og við heyrðum tóninn í N1 ákváðum við að leita annarra leiða,“ segir hann og kveðst hafa átt fundi með Reykjavíkurborg um málið. „En mér skilst að einkasölusamningur N1 sé til 20 ára og einhver átta ár búin af honum.“ Þá segir hann sérkennilegt hvernig olíufélögin virðist hafa skipt á milli sín markaði með nýtt eldsneyti. „Skeljungur leikur sér með vetnið, N1 með metanið og svo er Olís með metanól í samstarfi við Carbon Recycling.“ Metanafgreiðslustöð Keilis verður sett upp þegar hún kemur til landsins, en til stóð að taka hana í notkun strax í haust. „Við leggjumst í að leysa þetta svona þegar sumarfríum lýkur,“ segir Rúnar og kveður mikinn áhuga á gasinu hjá fyrirtækjum á Suðurnesjum, enda mikil sparnaðarvon vegna þess hve mikil keyrsla sé þaðan og til Reykjavíkur. Metangas er um 40 prósentum ódýrara en bensín. olikr@frettabladid.is Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Vegna einkasölusamnings olíufélagsins N1 á metangasi ríkir óvissa um hvort hægt verður að nýta áfyllingarstöð sem til stóð að nota í tengslum við kennslu við Orku- og tækniskóla Keilis á Ásbrú á Keflavíkurflugvelli. „Við vonum nú að það leysist farsællega úr þessu,“ segir Rúnar Unnþórsson, framkvæmdastjóri Orku- og tækniskólans. „En við erum búin að panta áfyllingarstöð sem kemur til landsins fyrir lok þessa mánaðar.“ Hann segist fyrst hafa snúið sér til Sorpu um kaup á gasi, en verið vísað á N1. „En félagið virðist vera með einkasölusamning við Metan, félagið sem tekur við gasinu frá Sorpu og selur það.“ Sorpa á 49,7 prósenta hlut í Metani, Orkuveita Reykjavíkur 21,3 prósent og REI, dótturfélag OR, 14,1 prósent. Þá á N1 14,9 prósenta hlut. Stærsti óbeini eigandi Metans er því Reykjavíkurborg í gegnum sín félög. Rúnar segist hafa fengið þau svör hjá N1 að ef opnuð yrði stöð suður frá yrði það gert undir þeirra merkjum og ekki fyrr en komin yrði skuldbinding um áhugavert magn í sölu. Þetta segir Rúnar þýða að ekki sé hægt að manna stöðina nemendum, líkt og stefnt hafi verið að, en skólinn hafi viljað „mennta fólk í eldsneyti“, en þá áherslu vanti á háskólanám hér. „Við vildum líka hafa þetta verklegt og þar liggur metanið beint við.“ Rúnar segir undarlegt ef metangas fæst ekki afhent, enda sé núna verið að brenna gasi sem ekki selst. „Um leið og við heyrðum tóninn í N1 ákváðum við að leita annarra leiða,“ segir hann og kveðst hafa átt fundi með Reykjavíkurborg um málið. „En mér skilst að einkasölusamningur N1 sé til 20 ára og einhver átta ár búin af honum.“ Þá segir hann sérkennilegt hvernig olíufélögin virðist hafa skipt á milli sín markaði með nýtt eldsneyti. „Skeljungur leikur sér með vetnið, N1 með metanið og svo er Olís með metanól í samstarfi við Carbon Recycling.“ Metanafgreiðslustöð Keilis verður sett upp þegar hún kemur til landsins, en til stóð að taka hana í notkun strax í haust. „Við leggjumst í að leysa þetta svona þegar sumarfríum lýkur,“ segir Rúnar og kveður mikinn áhuga á gasinu hjá fyrirtækjum á Suðurnesjum, enda mikil sparnaðarvon vegna þess hve mikil keyrsla sé þaðan og til Reykjavíkur. Metangas er um 40 prósentum ódýrara en bensín. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent