Innlent

Grunnskólastarfsmaður grunaður um vörslu barnakláms

Akureyri.
Akureyri.

Starfsmaður við Oddeyrarskóla á Akureyri var yfirheyrður í gær vegna gruns um vörslu barnakláms. Lögregla hefur meðal annars lagt hald á vinnutölvu mannsins sem ekki er kennari.

Maðurinn er ekki grunaður um að hafa misnotað börn í skólanum, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. Hann segir að rannsóknin málsins sé á frumstigi. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið hjá lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×