Enski boltinn

Ancelotti hefur ekki áhuga á Torres

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir ekkert vera hæft í þeim fréttum að hann ætli sér að bjóða í Fernando Torres, framherja Liverpool, í sumar.

Torres er orðaður við fjölda félaga þessa dagana enda er Liverpool í fjárhagsvandræðum og þess utan ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

„Við höfum ekkert rætt um Torres. Hann er líka of líkur Drogba og Anelka. Torres er vissulega frábær leikmaður en það er betra að búa til slíka leikmenn í akademíunni okkar. Við erum líka með frábæran hóp til að takast á við næsta vetur," sagði Ancelotti.

„Þetta er ekki gamalt lið en við höfum samt leikmenn með reynslu og hæfileika. Ég mun ræða málin við Roman eftir bikarúrslitaleikinn og þá tökum við ákvarðanir fyrir næsta vetur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×