Fótbolti

Brassar aðvara Hollendinga - Myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Luis Fabiano sendi skýr skilaboð til Hollendinga um að Brasilíumenn séu komnir í sitt besta form, það sé fullt af sjálfstrausti og ætli sér alla leið á HM. Brasilía vann Chile 3-0 í kvöld. Það mætir Hollandi í 8-liða úrslitunum á föstudaginn. "Við erum að spila vel sem lið, við erum að halda boltanum betur og við erum að skapa okkur mikið af færum," sagði Fabiano sem skoraði eitt marka Brasilíu í kvöld. "Holland? Við höfum séð að þeir hafa magnaða hæfileika, en ef við spilum svona getum við farið alla leið." Mörkin úr leik Brasilíu og Chile má sjá á Vísi, í Brot af því besta horninu.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×