Fótbolti

Sannfærandi Brassar unnu Chile 3-0

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Brasilía mætir Hollandi í 8-liða úrslitum HM. Það er ljóst eftir sigur Brasilíu á Chile, 3-0.

Brasilíumenn litu vel út, þeir galopnuðu vörn Chile hvað eftir annað og skoruðu flott mörk.

Fyrst skoraði Juan með skalla eftir horn, þá Luis Fabiano eftir magnaða sendingu Kaká þar sem Fabiano fór framhjá markmanninum áður en hann lagði boltann í netið.

Robinho skoraði þriðja markið eftir góðan sprett Ramires. Robinho lagði boltann skemmtilega í hornið og kom Brössum í 3-0.

Fleiri voru mörkin ekki þrátt fyrir fjölda færa Brasilíu og reyndar Chile sem fékk nokkur ágæt færi.

Leikur Hollands og Brasilíu verður 2. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×