Korn ýtir á reset-takkann atlifannar@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 11:00 Það erfitt að trúa því að hljómsveitin Korn sé búin að vera til í meira en sextán ár. fréttablaðið/getty Von er á níundu plötunni frá hljómsveitinni Korn í júlí. Fyrsta platan kom út fyrir sextán árum og nú vilja meðlimir Korn byrja upp á nýtt og finna gamla hljóminn aftur. „Hvers vegna læturðu mig ekki í friði?“ öskrar söngvarinn Jonathan Davis örvinglaður í fyrsta smáskífulagi væntanlegrar plötu Korn. Platan er númer níu í röðinni, heitir Korn III: Remember Who You Are og lagið heitir Oildale (Leave Me Alone). Meðlimir Korn líta svo á að þeir séu að endurræsa hljómsveitina með plötunni og hverfa aftur til tónlistarinnar sem heyrðist á fyrstu plötunni frá 1994 og Life is Peachy frá 1996. Söngvarinn Jonathan Davis og félagar eru ekkert að grínast með endurræsinguna. Þeir fengu til liðs við sig upptökustjórann Ross Robinson, sem vann með þeim á fyrstu tveimur plötunum. Þá kusu þeir að taka plötuna upp á segulband og sniðganga nýjustu tækni og tól sem upptökubransinn hefur upp á að bjóða. Davis hefur látið hafa eftir sér að platan sé einföld að því leyti að hún sé ekki eins hlaðin og fyrri plötur og að andrúmsloftið skipti mestu. Ýmislegt gekk á við upptökur á plötunni. Ross Robinson er þekktur fyrir brjálað skap sitt og hann lét nýjan trommara Korn, Ray Luzier, oft heyra það. Robinson átti til að öskra, sparka og berja í trommusettið þegar hann var ekki sáttur við Luzier, en trommarinn hefur látið hafa eftir sér að hann hafi langað að kyrkja upptökustjórann. Luzier fékk ekki að nota taktmæli við upptökurnar og var það gert til að láta hann skynja hindranirnar sem Korn hefur þurft að yfirstíga. Furðuleg krafa. Korn III: Remember Who You Are átti upprunalega að vera konseptplata. Textarnir áttu að snúast um fimm merki um hnignun mannsins: trúarbrögð, eiturlyf, peninga, völd og tíma. Það gekk hins vegar ekki sem skyldi og Davis samdi því texta um hvernig líðan hans var hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru því textarnir ekkert sérstaklega jákvæðir, enda Davis alltaf verið hálfgerður fýlupúki. Davis segir að hljómsveitin hafi ekki reynt að gera framhald af fyrstu og annarri plötu Korn. „Við viljum bara ná andrúmsloftinu aftur og að tónlistin sé ekki ofunnin,“ segir hann. „Við viljum bara lemja tónlistinni í andlitin á fólki eins og við gerðum 94, 95 og 96.“ Erlent Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Von er á níundu plötunni frá hljómsveitinni Korn í júlí. Fyrsta platan kom út fyrir sextán árum og nú vilja meðlimir Korn byrja upp á nýtt og finna gamla hljóminn aftur. „Hvers vegna læturðu mig ekki í friði?“ öskrar söngvarinn Jonathan Davis örvinglaður í fyrsta smáskífulagi væntanlegrar plötu Korn. Platan er númer níu í röðinni, heitir Korn III: Remember Who You Are og lagið heitir Oildale (Leave Me Alone). Meðlimir Korn líta svo á að þeir séu að endurræsa hljómsveitina með plötunni og hverfa aftur til tónlistarinnar sem heyrðist á fyrstu plötunni frá 1994 og Life is Peachy frá 1996. Söngvarinn Jonathan Davis og félagar eru ekkert að grínast með endurræsinguna. Þeir fengu til liðs við sig upptökustjórann Ross Robinson, sem vann með þeim á fyrstu tveimur plötunum. Þá kusu þeir að taka plötuna upp á segulband og sniðganga nýjustu tækni og tól sem upptökubransinn hefur upp á að bjóða. Davis hefur látið hafa eftir sér að platan sé einföld að því leyti að hún sé ekki eins hlaðin og fyrri plötur og að andrúmsloftið skipti mestu. Ýmislegt gekk á við upptökur á plötunni. Ross Robinson er þekktur fyrir brjálað skap sitt og hann lét nýjan trommara Korn, Ray Luzier, oft heyra það. Robinson átti til að öskra, sparka og berja í trommusettið þegar hann var ekki sáttur við Luzier, en trommarinn hefur látið hafa eftir sér að hann hafi langað að kyrkja upptökustjórann. Luzier fékk ekki að nota taktmæli við upptökurnar og var það gert til að láta hann skynja hindranirnar sem Korn hefur þurft að yfirstíga. Furðuleg krafa. Korn III: Remember Who You Are átti upprunalega að vera konseptplata. Textarnir áttu að snúast um fimm merki um hnignun mannsins: trúarbrögð, eiturlyf, peninga, völd og tíma. Það gekk hins vegar ekki sem skyldi og Davis samdi því texta um hvernig líðan hans var hverju sinni. Eins og gefur að skilja eru því textarnir ekkert sérstaklega jákvæðir, enda Davis alltaf verið hálfgerður fýlupúki. Davis segir að hljómsveitin hafi ekki reynt að gera framhald af fyrstu og annarri plötu Korn. „Við viljum bara ná andrúmsloftinu aftur og að tónlistin sé ekki ofunnin,“ segir hann. „Við viljum bara lemja tónlistinni í andlitin á fólki eins og við gerðum 94, 95 og 96.“
Erlent Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“