Enski boltinn

Mancini vill fá Flamini og Gago

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur staðfest að hann sé á höttunum eftir Mathieu Flamini, leikmanni AC Milan, og Fernando Gago, leikmanni Real Madrid.

Flamini hefur verið sterklega orðaður við City alla vikuna en AC Milan sagðist ekki hafa fengið neitt tilboð í leikmanninn. Flamini fær lítið að spila hjá Milan og vill komast frá félaginu.

Sömu sögu er að segja af Argentínumanninum Gago en þjálfari Real, Manuel Pellegrini, vill þó ekki missa leikmanninn. Hann segist hafa not fyrir hann.

Gago er aftur á móti orðinn þreyttur á að bíða eftir tækifærum og Real Madrid er til í að losa einhverja leikmenn.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×