Lífið

Bæta tattústofu við Mótorsmiðjuna

Ýrr er byrjuð að setja tattúgræjurnar á ný og Mummi kvelst í stólnum á meðan hún bætir við og lagar tattúin hans.
fréttablaðið/vilhelm
Ýrr er byrjuð að setja tattúgræjurnar á ný og Mummi kvelst í stólnum á meðan hún bætir við og lagar tattúin hans. fréttablaðið/vilhelm

„Þetta er götuhjólaheimurinn - við erum rokk og ról-meginn í hjólamennskunni,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson, best þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni.

Mummi og konan hans, Ýrr Baldursdóttir, hyggjast bæta tattústofu við Mótorsmiðjuna í Skipholti, en þar er fyrir verkstæði, airbrush-þjónusta og námskeið, notuð hjól til sölu, leður og lítil kaffitería.

Mummi og Ýrr undirbúa nú opnunina, sem verður þó ekki fyrr en á nýju ári þar sem þau eru ennþá að bíða eftir leyfi frá borginni. „Við erum búin að vera einn og hálfan mánuð að torfa þetta með leyfið, sem er að verða svolítið hvimleitt,“ segir Mummi, sem hyggst sjálfur ekki snerta tattúnálina, en Ýrr sér alfarið um það. „Hún var í þessu í gamla daga,“ segir Mummi. „Ég held að hún hafi ekki verið að húðflúra síðustu 10-15 árin. Þó að leyfið kæmi í dag þá opnum við stofuna ekki fyrr en eftir mánuð. Hún er að djöflast á mér, ná þessu aftur og svona. Ég er allur út ataður í þessu - það er ýmislegt sem má laga og breyta. Hún djöflast á mér í tannlæknastólnum og ég verð að taka því eins og karlmaður og þjást. Bíta á jaxlinn. Hún er alveg með‘etta, sko. Hún er bara að setja græjurnar í gang og prófa.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.