Enski boltinn

Diouf óskar þess að Norðmaðurinn verði áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Morten Gamst Pedersen
Morten Gamst Pedersen Mynd/AFP
El Hadji Diouf hefur óskað þess að Norðmaðurinn Morten Gamst Pedersen skrifi undir nýjan samning og verði áfram hjá Blackburn Rovers. Samningur Pedersen rennur út í sumar.

Diouf segir að allt liðið vilji að Pedersen verði áfram hjá liðinu. „Hann er góður leikmaður og frábær félagi," sagði Diouf við Lancashire Evening Telegraph.

Morten Gamst Pedersen hefur skorað 27 mörk og gefið 34 stoðsendingar í 180 leikjum með Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni frá 2004-05 tímabilinu. Hann hefur skorað 3 mörk og gefið 2 stoðsendingar í 21 leik í vetur.

„Hann er búinn að standa sig mjög vel hjá félaginu í langan tíma og það vilja allir sjá hann skrifa undir nýjan samning við Blackburn Rovers," sagði Diouf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×