Umfjöllun: Sjötti útisigur Breiðabliks í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2009 16:00 Árni Kristinn Gunnarsson stóð sig vel með Blikum í dag. Mynd/Arnþór Breiðablik þurfti ekki að hafa mikið fyrir 2-0 sigri á Fjölni í Grafarvogi í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Blikar höfðu tögl og haldir allan leikinn en létu sér nægja að skora tvö mörk þrátt fyrir mikla yfirburði. Guðmundur Pétursson kom af krafti aftur inn í lið Blika eftir að hafa ekki mátt spila á móti KR. Guðmundur lagði upp mark fyrir Kristinn Steindórsson á 28. mínútu og skoraði síðan seinna markið á 56. mínútu eftir stungunsendingu frá Andra Rafni Yeoman. Leikurinn var eins og létt æfing fyrir Blika sem gátu leyft sér ákveðið kæruleysi á móti slökum Fjölnismönnum sem voru þegar fallnir og ekki í miklum baráttuham í þessum leik. Blikaliðið var meira með boltann og skapaði sér mun fleiri færi en Fjölnismenn lágu aftarlega og bitu ekki mikið frá sér í skyndisóknunum. Kristinn Steindórsson skoraði fyrra mark leiksins með góðu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning Guðmundar Péturssonar sem braust í gegnum Fjölnisvörnina upp á sitt einsdæmdi. Kristinn fékk boltann utarlega í teignum og fékk nægan tíma til að skora. Guðmundur var hættulegur í framlínu Blika og fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir hálfleik þegar hann skallaði framhjá fyrir framan mitt markið eftir góða sendingu frá Árna Kristni Gunnarssyni. Guðmundur koma síðan Blikum í 2-0 eftir að hafa fengið stungusendingu frá Andra Rafni Yeoman. Guðmundur afgreiddi færið glæsilega og heldur því áfram að skora í Blikatreyjunni. Breiðablik er búið að vinna sex útileiki í röð í deild og bikar en þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð utan Kópavogs. Fjölnir-Breiðablik 0-2 0-1 Kristinn Steindórsson (28.) 0-2 Guðmundur Pétursson (56.) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: 625 Dómari: Örvar Sær Gíslason (6) Skot (á mark): 6-16 (2-8) Varin skot: Þórður 6 - Ingvar 2. Horn: 5-6 Aukaspyrnur fengnar: 15-11 Rangstöður: 1-5 Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 6 Illugi Þór Gunnarsson 5 Gunnar Valur Gunnarsson 5 Geir Kristinsson 5 Magnús Ingi Einarsson 3 (64., Eyþór Atli Einarsson 6) Guðmundur Karl Guðmundsson 5 Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Heimir Snær Guðmundsson 4 (64., Ágúst Þór Ágústsson 5) Andri Steinn Birgisson 4 Aron Jóhannsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 5 (85., Marinó Þór Jakobsson -) Breiðablik (4-5-1): Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 7 (90., Reynir Magnússon -) Elfar Freyr Helgason 6 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 5 (80., Haukur Baldvinsson -) Andri Rafn Yeoman 6 Arnar Grétarsson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 Guðmundur Kristjánsson 6 Kristinn Steindórsson 6 (88., Evan Schwartz -)Guðmundur Pétursson 7 - Maður leiksins - Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Breiðablik þurfti ekki að hafa mikið fyrir 2-0 sigri á Fjölni í Grafarvogi í 21. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Blikar höfðu tögl og haldir allan leikinn en létu sér nægja að skora tvö mörk þrátt fyrir mikla yfirburði. Guðmundur Pétursson kom af krafti aftur inn í lið Blika eftir að hafa ekki mátt spila á móti KR. Guðmundur lagði upp mark fyrir Kristinn Steindórsson á 28. mínútu og skoraði síðan seinna markið á 56. mínútu eftir stungunsendingu frá Andra Rafni Yeoman. Leikurinn var eins og létt æfing fyrir Blika sem gátu leyft sér ákveðið kæruleysi á móti slökum Fjölnismönnum sem voru þegar fallnir og ekki í miklum baráttuham í þessum leik. Blikaliðið var meira með boltann og skapaði sér mun fleiri færi en Fjölnismenn lágu aftarlega og bitu ekki mikið frá sér í skyndisóknunum. Kristinn Steindórsson skoraði fyrra mark leiksins með góðu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning Guðmundar Péturssonar sem braust í gegnum Fjölnisvörnina upp á sitt einsdæmdi. Kristinn fékk boltann utarlega í teignum og fékk nægan tíma til að skora. Guðmundur var hættulegur í framlínu Blika og fékk algjört dauðafæri skömmu fyrir hálfleik þegar hann skallaði framhjá fyrir framan mitt markið eftir góða sendingu frá Árna Kristni Gunnarssyni. Guðmundur koma síðan Blikum í 2-0 eftir að hafa fengið stungusendingu frá Andra Rafni Yeoman. Guðmundur afgreiddi færið glæsilega og heldur því áfram að skora í Blikatreyjunni. Breiðablik er búið að vinna sex útileiki í röð í deild og bikar en þetta var fjórði deildarsigur liðsins í röð utan Kópavogs. Fjölnir-Breiðablik 0-2 0-1 Kristinn Steindórsson (28.) 0-2 Guðmundur Pétursson (56.) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: 625 Dómari: Örvar Sær Gíslason (6) Skot (á mark): 6-16 (2-8) Varin skot: Þórður 6 - Ingvar 2. Horn: 5-6 Aukaspyrnur fengnar: 15-11 Rangstöður: 1-5 Fjölnir (4-5-1): Þórður Ingason 6 Illugi Þór Gunnarsson 5 Gunnar Valur Gunnarsson 5 Geir Kristinsson 5 Magnús Ingi Einarsson 3 (64., Eyþór Atli Einarsson 6) Guðmundur Karl Guðmundsson 5 Kristinn Freyr Sigurðsson 5 Heimir Snær Guðmundsson 4 (64., Ágúst Þór Ágústsson 5) Andri Steinn Birgisson 4 Aron Jóhannsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 5 (85., Marinó Þór Jakobsson -) Breiðablik (4-5-1): Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 7 (90., Reynir Magnússon -) Elfar Freyr Helgason 6 Kári Ársælsson 6 Kristinn Jónsson 5 (80., Haukur Baldvinsson -) Andri Rafn Yeoman 6 Arnar Grétarsson 6 Finnur Orri Margeirsson 7 Guðmundur Kristjánsson 6 Kristinn Steindórsson 6 (88., Evan Schwartz -)Guðmundur Pétursson 7 - Maður leiksins -
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira