Innlent

Áframhaldandi samstarf í Kópavogi líklega innsiglað eftir hádegi

Fastlega er búist við að áframhaldandi meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verði innsiglað eftir hádegi. Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sest í stól bæjarstjóra, en Gunnar I. Birgisson lætur þá af embætti og fer í leyfi frá störfum bæjarfulltrúa um óákveðinn tíma.

Gunnar tilkynnti á sunnudag að hann drægi sig í hlé á meðan efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar meint brot hans og framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar í tengslum við lán sjóðsins til Kópavogsbæjar og meinta ranga upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins.

Forsendur samstarfs Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna verða endurskoðaðar þegar og ef Gunnar snýr aftur til starfa sem bæjarfulltrúi.








Tengdar fréttir

Fundarhlé hjá Framsókn - málin rædd af hreinskilni

„Málin hafa verið rædd af hreinskilni," segir Gestur Valgarðsson, formaður Framsóknarfélagsins í Kópavogi, en hann er staddur á miklum krísufundi þar sem pólitísk framtíð Kópavogsbæjar mun ráðast í kvöld.

„Varpar nýju ljósi á stöðu mála"

„Þetta varpar nýju ljósi á stöðu mála þar,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, þegar blaðamaður ræddi við hann um áhrif yfirlýsingar Flosa Eiríkssonar á meirihlutasamstarfið í bænum.

Gunnar Birgisson: Tekur til á skrifstofunni og stefnir á hnéaðgerð

„Ég tjái mig ekkert um það," svarar Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri Kópavogs, spurður um ströng skilyrði Framsóknarflokksin sem hafa sett það sem skilyrði að snúi Gunnar aftur í bæjarstjórn þá þurfi að endursemja um samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar á ný.

Gunnar fer í leyfi

Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi fer í tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi á meðan rannsókn stendur yfir á meintum blekkingum hans og framkvæmdastjóra Lífyerissjóðs starfsmanna bæjarins í upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins í tengslum við lán sjóðsins til bæjarins.

Segir Gunnar Birgisson hafa blekkt FME

„Eftir að stjórnin var kærð fyrir villandi upplýsingagjöf, á föstudaginn var, fór ég ítarlega yfir öll gögn í málinu. Þá kom í ljós að út- og afborgunum á lánum til Kópavogsbæjar hefur með vísvitandi hætti verið hagað þannig að gögn um þær komu ekki fram í skýrslum til Fjármálaeftirlitsins,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnar-maður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs (LSK). Í yfirlýsingu sem Flosi sendi frá sér í gær sakar hann Gunnar I. Birgisson, stjórnarformann sjóðsins, um að hafa reynt að villa um fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) án vitneskju annarra stjórnarmanna í sjóðnum.

Rætt við VG um nýjan meirihluta í Kópavogi

Það ræðst í kvöld hvort framhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Sjálfstæðismenn hafa þegar sett í sig samband við Vinstri græna um mögulegt meirihlutasamstarf.

Bæjarfulltrúar Kópavogs gætu fengið tveggja ára fangelsi

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar getur átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi en hún hefur verið kærð til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Í stjórninni sitja Gunnar I. Birgisson, Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson, Jón Júlíusson og Sigrún Guðmundsdóttir.

Bæjarstjórinn tilvonandi ósáttur við skilyrði framsóknarmanna

Gunnsteinn Sigurðsson, tilvonandi bæjarstjóri í Kópavogi, er ósáttur við skilyrði sem framsóknarmenn setja fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi flokkanna. Ætli Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna, sér að snúa aftur sem bæjarfulltrúi vilja framsóknarmenn semja um samstarf flokkanna að nýju.

Gunnar: FME á að sinna brýnni verkefnum

Það er ekki mikið að gera hjá Fjármálaeftirlitinu ef þeir eru að vegast í hlutum sem þessum segir Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Stjórnmálafræðingur telur að bæjarfulltrúarnir sem sátu í stjórn fari í tímabundið leyfi.

Ómari leiðist biðin eftir Sjálfstæðismönnum

„Ég er að verða pirraður hérna bara á meðan ég tala við þig," sagði Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, en hann er að eigin sögn orðinn óþolinmóður að bíða eftir hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um framtíð meirihlutasamstarfsins.

Ómar: Okkar skilaboð eru skýr

Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi segir skilaboð flokksins til sjálfstæðismanna í bæjarfélaginu vera skýr þrátt fyrir átakafund framsóknarmanna.

Meirihlutinn heldur - Gunnsteinn hugsanlega bæjarstjóri

„Í þrígang stóðu fundargestir upp og klöppuðu Gunnari lof í lófa," segir Óttar Felix Hauksson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi en þar var samþykkt tillaga Gunnars Birgissonar um að Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins, tæki við sem bæjarstjóri Kópavogs.

Samstarf áfram með skilyrðum

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í gær að Gunnsteinn Sigurðsson tæki við af Gunnari I. Birgissyni sem bæjarstjóri.

Gunnsteinn aftekur þreifingar við Vinstri græna

„Þetta er bara bull og vitleysa,“ segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, aðspurður hvort þreifingar hafi farið fram við Vinstri-græna um meirihlutasamstarf flokkanna í bænum. Bæjarfulltrúi Vinstri grænna sagði svo vera í samtali við fréttastofu fyrr í dag.

Flosi Eiríksson: Hefði viljað sjá afdráttarlausari viðbrögð

„Hann hefur ekki játað neinar yfirsjónir af sinni hálfu,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi um Gunnar I. Birgisson. Flosi jánkar því aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði viljað sjá afdráttarlausari viðbrögð frá Gunnari en að hann taki sér tímabundið leyfi frá störfum.

Ungir Framsóknarmenn í Kópavogi: Vilja að Gunnar afsali sér biðlaunarétti

Ungir Framsóknarmenn í Kópavogi hvetja Gunnar I. Birgisson til að segja af sér sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Jafnframt hvetur félagið hann til þess að afsala sér biðlaunarétti bæjarstjóra og því fé verði varið til aðstoðar ungu barnafólki í Kópavogi með lækkun á leikskólagjöldum eða öðrum gjöldum.

Framtíð samstarfs ræðst í dag

Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir framtíð meirihlutasamstarfs ráðast í dag. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að bregðast við skilyrðum sem fulltrúaráðsfundur Framsóknarflokks setti á mánudag.

Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×