Innlent

Gunnar fer í leyfi

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi fer í tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi á meðan rannsókn stendur yfir á meintum blekkingum hans og framkvæmdastjóra Lífyerissjóðs starfsmanna bæjarins í upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins í tengslum við lán sjóðsins til bæjarins.

Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að rannsóknin ein og sér veki tortryggni sem geri honum ókleift að sinna störfum sínum. Hann treysti því að rannsókninni verði flýtt eins og kostur sé. Gunnar vísar fullyrðingum Flosa Eiríkssonar á bug og segir stjórnina hafa verið reglulega upplýsta um stöðu mála. Hann segir að Framsóknarflokkurinn hafi ekki stillt honum upp við vegg, ákvörðunina hafi hann tekið sjálfur.

Gunnar bíður nú eftir því hvað aðrir bæjarfulltrúar sem áttu sæti í stjórn Lífeyrissjóðsins munu gera. Hann segir það ekki hafa komið til greina að ganga skrefið til fulls og segja af sér. Hann hafi ekki framið neinn glæp.














Tengdar fréttir

„Varpar nýju ljósi á stöðu mála"

„Þetta varpar nýju ljósi á stöðu mála þar,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, þegar blaðamaður ræddi við hann um áhrif yfirlýsingar Flosa Eiríkssonar á meirihlutasamstarfið í bænum.

Flosi Eiríksson: FME var blekkt

Afborganir og útborganir á lánum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar til bæjarins virðast hafa verið tímasettar sérstaklega til að villa um fyrir eða blekkja Fjármálaeftirlitið, án vitneskju almennra stjórnarmanna, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá Flosa Eiríkssyni, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×