Innlent

Bæjarstjórinn tilvonandi ósáttur við skilyrði framsóknarmanna

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrú Sjálfstæðisflokksins í Kópavog og skólastjóri Lindaskóla, tekur við sem bæjarstjóri á næstu dögum.
Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrú Sjálfstæðisflokksins í Kópavog og skólastjóri Lindaskóla, tekur við sem bæjarstjóri á næstu dögum. Mynd/Stefán Karlsson

Gunnsteinn Sigurðsson, tilvonandi bæjarstjóri í Kópavogi, er ósáttur við skilyrði sem framsóknarmenn setja fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi flokkanna. Ætli Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna, sér að snúa aftur sem bæjarfulltrúi vilja framsóknarmenn semja um samstarf flokkanna að nýju.

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykkti í gær að Gunnsteinn taki við af Gunnari sem bæjarstjóri. Á sama tíma funduðu framsóknarmenn sem ákváðu að halda samstarfinu áfram að nokkrum skilyrðum uppfylltum.

Alveg ljóst að Gunnar mun koma aftur

„Ég var ekkert mjög kátur með það en þetta er þeirra ályktun. Í mínum huga er algjörlega ljóst að Gunnar mun snúa aftur. Hann er að fara í tímabundið leyfi og við gerum ráð fyrir að hann komi aftur," segir Gunnsteinn aðspurður um skilyrði framsóknarmanna. Engu að síður telur hann að meirihlutaflokkarnir muni koma sér saman um sameiginlega niðurstöðu í málinu þegar að því kemur.

„Þetta verður eitthvað sem við förum yfir en þetta er ekki stórmál."

Óljóst hvenær Gunnsteinn tekur við

Gunnar tilkynnti fyrir helgi að hann muni láta af embætti bæjarstjóra á morgun. Gunnsteinn veit ekki nákvæmlega hvenær hann tekur við en bæjarráð komi saman á fimmtudaginn og þá verði væntanlega tekin ákvörðun um það hvort bæjarstjórnarfundi verði flýtt en ráðgert er að næsti fundur fari fram í júlí.

Bæjarritari er staðgengill bæjarstjóra í fjarveru þess síðarnefnda.

Aðspurður segir Gunnsteinn næg verkefni framundan í bæjarfélaginu. „Það bíða mörg stórmál. Það eru fyrst og fremst fjármálin og slík mál sem við þurfum að vinna að eins og allir eru að gera."



Mun sakna skólastjórastarfsins



Undanfarin ár hefur Gunnsteinn starfað sem skólastjóri Lindaskóla og mun hann óska eftir ársleyfi frá störfum, en bæjarstjórnarkosningar fara fram í maí á næsta ári.

Gunnsteinn segir að það verði mjög erfitt að yfirgefa skólastjórastarfið.

„Mér líður voðalega vel í þessu starfi og hef notið þess mikið, en gott fólk mun leysa mig af á meðan."


Tengdar fréttir

Fundarhlé hjá Framsókn - málin rædd af hreinskilni

„Málin hafa verið rædd af hreinskilni," segir Gestur Valgarðsson, formaður Framsóknarfélagsins í Kópavogi, en hann er staddur á miklum krísufundi þar sem pólitísk framtíð Kópavogsbæjar mun ráðast í kvöld.

Guðríður: Of mörgum spurningum ósvarað

Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að enn sé of mörgum spurningum ósvarað varðandi brotthvarf Gunnars Birgissonar úr stól bæjarstjóra. Krafa minnihlutans hafi verið sú að Gunnar léti af ábyrgðarstörfum fyrir Kópavog.

„Varpar nýju ljósi á stöðu mála"

„Þetta varpar nýju ljósi á stöðu mála þar,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknar í Kópavogi, þegar blaðamaður ræddi við hann um áhrif yfirlýsingar Flosa Eiríkssonar á meirihlutasamstarfið í bænum.

Gunnar fer í leyfi

Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi fer í tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi á meðan rannsókn stendur yfir á meintum blekkingum hans og framkvæmdastjóra Lífyerissjóðs starfsmanna bæjarins í upplýsingagjöf til Fjármálaeftirlitsins í tengslum við lán sjóðsins til bæjarins.

Segir Gunnar Birgisson hafa blekkt FME

„Eftir að stjórnin var kærð fyrir villandi upplýsingagjöf, á föstudaginn var, fór ég ítarlega yfir öll gögn í málinu. Þá kom í ljós að út- og afborgunum á lánum til Kópavogsbæjar hefur með vísvitandi hætti verið hagað þannig að gögn um þær komu ekki fram í skýrslum til Fjármálaeftirlitsins,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnar-maður í Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogs (LSK). Í yfirlýsingu sem Flosi sendi frá sér í gær sakar hann Gunnar I. Birgisson, stjórnarformann sjóðsins, um að hafa reynt að villa um fyrir Fjármálaeftirlitinu (FME) án vitneskju annarra stjórnarmanna í sjóðnum.

Ólafur Þór: Ákveðin kaflaskil

„Þetta eru ákveðin kaflaskil fyrir sveitafélagið, hinsvegar á ég erfitt með að sjá hvernig þeir ætla að starfa áfram með Gunnar innanborðs,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vinstri Grænna í Kópavogi um þær fréttir að Gunnar hyggist víkja úr sæti bæjarstjóra. Hann segir þó vandamálum Sjálfsstæðisflokksins í Kópavogi hvergi nærri lokið.

Rætt við VG um nýjan meirihluta í Kópavogi

Það ræðst í kvöld hvort framhald verður á meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi. Sjálfstæðismenn hafa þegar sett í sig samband við Vinstri græna um mögulegt meirihlutasamstarf.

Ómari leiðist biðin eftir Sjálfstæðismönnum

„Ég er að verða pirraður hérna bara á meðan ég tala við þig," sagði Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarmanna í Kópavogi, en hann er að eigin sögn orðinn óþolinmóður að bíða eftir hugmyndum Sjálfstæðisflokksins um framtíð meirihlutasamstarfsins.

Meirihlutinn heldur - Gunnsteinn hugsanlega bæjarstjóri

„Í þrígang stóðu fundargestir upp og klöppuðu Gunnari lof í lófa," segir Óttar Felix Hauksson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi en þar var samþykkt tillaga Gunnars Birgissonar um að Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins, tæki við sem bæjarstjóri Kópavogs.

Samstarf áfram með skilyrðum

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í gær að Gunnsteinn Sigurðsson tæki við af Gunnari I. Birgissyni sem bæjarstjóri.

Samfylkingin í Kópavogi: Gunnar verður að víkja

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi ítreka fyrri kröfu sína um að Gunnar I. Birgisson axli ábyrgð og víki sem bæjarstjóri eftir að hann hafi gerst sekur um að hygla stórlega fyrirtæki í eigu dóttur hans. Nú sé reynt að láta umræðuna snúast um skýrslur endurskoðenda og lögfræðiálit en ekki sé rætt um pólitíska og siðferðislega ábyrgð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Guðríði Arnardóttur, oddvita Samfylkingarinnar í bæjarfélaginu.

Vissi ekki af ákvörðun Gunnars

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og annar maður á lista flokksins í síðustu bæjarstjórnarkosningum, hafði ekki heyrt að Gunnar I. Birgisson ætli að víkja sem bæjarstjóri þegar fréttastofa náði tali af honum.

„Meirihlutasamstarfið stendur traustum fótum eins og alltaf“

Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi funduðu í morgun um stöðu mála í bæjarpólitíkinni. Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, vildi í samtali við fréttastofu ekki tjá sig um niðurstöðu fundarins.

Gunnsteinn aftekur þreifingar við Vinstri græna

„Þetta er bara bull og vitleysa,“ segir Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, aðspurður hvort þreifingar hafi farið fram við Vinstri-græna um meirihlutasamstarf flokkanna í bænum. Bæjarfulltrúi Vinstri grænna sagði svo vera í samtali við fréttastofu fyrr í dag.

Flosi Eiríksson: Hefði viljað sjá afdráttarlausari viðbrögð

„Hann hefur ekki játað neinar yfirsjónir af sinni hálfu,“ segir Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi um Gunnar I. Birgisson. Flosi jánkar því aðspurður í samtali við fréttastofu að hann hefði viljað sjá afdráttarlausari viðbrögð frá Gunnari en að hann taki sér tímabundið leyfi frá störfum.

Gunnar hættir sem bæjarstjóri: Kominn tími á kónginn

„Ég lagði það til á fundinum í gær með mínum flokksfélögum að það væri kominn tími á kónginn,“ segir Gunnar Birgisson sem fyrir skemmstu lauk fundi með Ómari Stefánssyni, bæjarfulltrúa Framsóknarmanna í Kópavogi og samstarfsfélaga Gunnars í meirihlutanum í Kópavogi. Niðurstaða þess fundar var sú að Gunnar hættir sem bæjarstjóri.

Gunnar Birgisson: Fórnarlamb skipulagðra ofsókna

Undanfarnir dagar nálgast brjálæði í ofsóknum segir Gunnar Birgisson sem telur að Samfylkingin hafi skipulagt samsæri gegn sér. Hann ætlar að láta af embætti sem bæjarstjóri í Kópavogi en segir ósanngjarnt að hann sé dæmdur fyrir viðskipti bæjarins við fyrirtæki dóttur sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×